19. des. 2003

Eftir skrilljón leiðangra niður á Oxford Street í jólaæðið held ég að ég sé komin með aðeins betri tilfinningu fyrir nágrenninu.

Ég er nefnilega eins og sumir vita með eindæmum lélég í því að rata. Norður, suður, hægri, vinstri, þetta er allt sama áttin fyrir mér. Helst að maður þekki muninn á upp og niður. Eníveis, þetta er einkum vandamál á verslunargötum eins og Laugaveginum, Oxford Street, Strikinu o.s.frv. Ef ég til dæmis fer yfir götuna og inn í búð get ég ómögulega séð þegar ég kem út í hvaða átt ég var að fara þegar ég kem út aftur. Þá er hægri orðið að vinstri af því að ég er hinu megin við götuna...

Þannig tókst mér að labba Oxford Street í byrjun hausts fram og til baka án þess að komast nokkuð áfram og skildi ekkert í því hvað gatan væri fáránlega löng...

Engin ummæli: