28. nóv. 2003

Var að koma úr skandinavísku partýi með Evu Heiðu sætu. Allir voðalega sænskir, ljóshærðir og laglegir og úr gallabuxum úr H&M.



Ég ætlaði alltaf annars að segja ykkur frá því þegar ég hitti næstum því Russell Crowe um daginn. Ég var svo nálægt því að hitta hann að ég ætla eiginlega bara að breyta sögunni þannig að ég hafi hitt hann. Það má alveg. Er það ekki? Hann var að mæta á frumsýningu á Leicester Square. Ég missti af honum labba á rauða teppinu - heyrði bara gelgjuvæl og sá blossa. Svo var mynd af honum varpað á stóran skjá fyrir utan þegar var verið að taka viðtal við hann. Þannig að hann var bara nokkrum metrum frá mér... inni í bíóinu sko... en ég sá hann á skjánum fyrir utan læv. Ergo, ég hef séð/hitt/talað við/kysst/sofið hjá (eftir því hverjum maður er að segja söguna) Russell Crowe. Eins og hann var í Gladiator sko. Þá var hann svona Brad Pitt sætur. Þannig að ég hef næstum því hitt Brad Pitt...

Engin ummæli: