25. nóv. 2003

Jæja þá er ég komin heim úr Kóngsins Kaupmannahöfn með stoppi í Malmö og Lundi, voða gaman. Skemmtileg helgi. Ótrúlegt en satt tókst mér að vera bara með eina tösku í handfarangri á leiðinni út sem var auðvelt og þægilegt. Hins vegar var aðeins skroppið á Strikið og töskugreyið átti erfitt með að bæta við sig, enda troðfull fyrir. Ég nennti alls ekki að standa í tékk-inn á leiðinni til baka þannig að mér kom snilldarráð í hug. Ég klæddi mig í öll fötin! Var í náttfötum innst, svo buxum og pilsi yfir, tveimur stuttermabolum, þunnri peysu, þykkri peysu, kápu, tvennum sokkum auk húfu, trefils og vettlinga. Sem betur fer var kalt úti þannig að þetta var ekkert allt of grunsamlegt. Tókst að komast gegnum tékk-innið þótt starfsmönnunum í security-tékkinu hafi líklega fundist hálfskrýtið að leita á mér... Svo beint inn á klósett (enda að kafna úr hita), dró upp stóran plastpoka og setti aukafatnaðinn þar í. Voilá!

Engin ummæli: