17. nóv. 2003

Hobbitinn hélt þrusuræðu áður en hann fór um hættur London. Sérstaklega hafði hann áhyggjur af því að ég passaði mig ekki nógu vel á bílunum. Æ ég er nú farin að sakna hans pínulítið... sérstaklega saknaði ég hans fyrr í kvöld. Það var reyndar vegna þess að það tók mig hálftíma að ná lokinu af salsadollu en það er önnur saga. Reyndar er útlit fyrir að ég fái annan samleigjanda eftir nokkrar vikur en það er enn önnur saga. Ég hlakka mikið til :)



Bretarnir eru sumir að missa sig í jólaundirbúningnum. Ég labbaði framhjá "Jackson five" look-a-likes á Oxford Street í dag. Þar var einhver fjölskylda að syngja jólalög í karókí (og biðja um pening) sem er kannski allt í lagi nema hvað ég hef aldrei heyrt verri söng. Greyið krakkarnir enda örugglega komin með kvef af því að standa úti í kuldanum.



Mér finnst annars svolítið gott á þá að hafa tapað fótboltaleiknum fyrir Dönum í dag...



Engin ummæli: