26. nóv. 2003

Kenndu mér varanlegar vísanir Tryggvi! (Vissuði annars að ef þið flettið upp orðinu ísskápur í Google er fyrst vísað á bloggið hans Tryggva?) og Maja sæta ég skal skrifa þér bréf...



Hörður Mar var eitthvað að efast um sannleiksgildi þess að ég hafi ofklætt mig á flugvellinum í Malmö. Ég sem var ekki einu sinni að ýkja. Hnuss. Freyja dýralæknir getur vottað það. Hún á einmitt sætasta hund í heimi. Fyrsti hundurinn sem mér hefur þótt sætur. Enda er ég ekki mjög hrifin af hundum. Þeir eru svo andfúlir. Nema Míó :)



Eigandinn og hasshausvinkonan ætla bæði að gista hérna í nótt. Ef hún étur dönsku kókosbollurnar mínar verð ég alveg brjáluð! Ég fæ kannski þvottavél í íbúðina en þá þarf ég að finna þvottavél sem er 59 sentimetrar (eins og gatið fyrir þvottavélina) en ekki 60+sentimetrar (eins og ALLAR þvottavélar í Englandi virðast vera). Spurning um að saga aðeins af ísskápnum.



Aðalmálið í Bretlandi núna eru fréttir af Soham réttarhöldunum yfir gæjanum sem er sakaður um að hafa myrt tvær 10 ára stelpur. Hann hefur viðurkennt að þær hafi látist á heimili hans og að hann hafi falið líkin en neitar að hafa myrt þær. Ég beið alltaf spennt (ef svo má að orði komast) eftir því hverju hann myndi halda fram. Veðjaði á geðveiki, klofinn persónuleika eða eitthvað svoleiðis. "Raddirnar í höfðinu á mér sögðu mér að gera það" eða þannig. Nei nei. Vörnin er sú að önnur hafi óvart drukknað í baði og hin hafi óvart kafnað. Af einhverjum ástæðum draga sérfræðingar þessa skýringu í efa...

Engin ummæli: