20. nóv. 2003

Vúps... aðeins of fljót á mér með yfirlýsingar um að ekkert "spennandi" væri að gerast. Að minnsta kosti 27 látnir, þar á meðal breskur konsúll, í Istanbul eftir sjálfsmorðssprenginguna. Þetta er auðvitað aðalfréttin á Sky, BBC, ABC, jú neim it. Á meðan fer Mbl.is á kostum með aðalfrétt um að jólasveinar hafi sést í Stokkhólmi og séu óvenju snemma á ferð. Aðrar fréttir á forsíðunni á þessari stundu eru að Hafnfirðingar fari óþvegnir í háttinn (ekki heitt vatn), sárasótt sé í vexti í Bandaríkjunum og að sex hafi verið teknir fyrir hraðakstur á Ólafsvík. Það er rétt aðeins minnst á sprengitilræðið undir fyrirsögninni Erlendar fréttir og upplýsingarnar eru rangar/úreltar (14 látnir).



Ég er orðin pirruð á að mbl.is geti ekki haldið uppi almennilegum fréttavef :( Mér finnst vefurinn hafa dalað verulega - hann var nefnilega alveg helv. góður á tímabili.

Engin ummæli: