14. okt. 2003

Hobbitinn er í burtu þannig að ég hef höllina út af fyrir mig. Nú er hægt að fara í bað með opna hurð, vaska upp annan hvern dag og vera á netinu allan daginn. Á móti kemur að ef mér myndi svelgjast á væri enginn til að bjarga mér.

Ég skil ekki spurninguna 'hvernig gengur atvinnuleitin?'. Ef hún gengi vel, væri ég komin með vinnu. En ég er ekki komin með vinnu þannig að það hlýtur að vera ljóst að hún gengur ekki nógu vel. Atvinnuleit gengur ekki vel fyrr en maður er ekki lengur atvinnulaus.

Ég er að fara að hitta mann í kvöld sem ég hef ekki séð í eitt og hálft ár. Þetta er til komið vegna desperasjónar minnar við að eignast vini í stórborginni. Ég og umræddur maður bjuggum saman í fjarlægu landi í nokkra mánuði. Hann lyktaði sérstaklega illa og bekkjarfélagar hans báðu mig um að athuga hvað hann færi oft í sturtu. Áreiðanlegar athuganir leiddu í ljós að baðfarir voru 7 í viku eða að meðaltali ein sturta á dag. Lyktin var þess vegna X-file keis og ég bíð spennt eftir að komast að því hvort hún hafi eitthvað lagast.

Engin ummæli: