5. okt. 2003

David Gray er minn maður. Var að labba framhjá Tate Modern listasafninu í gær og stoppaði til að hlusta á ágætan trúbador sem söng skemmtileg coverlög. Hann byrjaði að syngja Babylon eftir Gray þegar David sjálfur labbar framhjá, ákveður að heilsa upp á trúbadorinnupp og fer að syngja lagið á meðan trúbbinn spilar á gítar! Söng Babylon svooo fallega og fólk varla trúði þessu, hvað þá trúbadorinn sjálfur sem var með stjörnur í augunum. Hann hljómaði svo frekar illa eftir þetta greyið og enginn nennti að hlusta á hann lengur. Semsagt, David Gray rúlar!

Gerði tvær (misheppnaðar) tilraunir til að elda í vikunni. Fyrst hrísgrjónagraut sem sauð upp úr og var of saltur (það átti víst að vera teskeið en ekki matskeið af salti). Ákvað að elda eitthvað einfaldara næst. Sauð þessar fínu SS pulsur í gær sem sprungu allar þvers og kruss og svo skar ég mig í puttann þegar ég var að skera laukinn. Ætla að reyna að elda Bachelor's bollasúpu næst og reyna að skaðbrenna mig ekki.

Engin ummæli: