1. okt. 2003

Hobbitinn negldi símann minn við vegginn frammi á gangi í gær. Líklega til að koma í veg fyrir að ég gæti átt einkasamtal. Pósturinn, síminn... þetta er Living with a Lunatic: Part 2. Liggur við að ég sakni Sóðaperra. Hobbitinn er vinur vinur vinar Útlendingsins míns og ég stóð í þeirri trú að vinur Útlendingsins sem ég þekki, þekkti vin vinar síns en svo kom í ljós um síðustu helgi að hann þekkir hann ekki neitt. Skiljiði? Í þessari íbúð eru heldur engir lásar á hurðunum...

Fékk furðulegt símtal í fyrradag. Vona að það hafi verið símaat. Símtal frá einhverjum kalli sem sagði að ég hefði verið að hringja í hann og varð alveg brjálaður þegar ég sagði að þetta hlyti að vera einhver misskilningur (og baðst afsökunar, svona ef þetta skyldi vera rétt). Hann varð alltaf æstari og æstari og þá fór ég bara að hlæja, hann fór þá að tala spænsku inn á milli, kallaði með senjorítu og var með hótanir. Sagðist vera læknir (I´m a doctor so don´t mess with me???) og ætla að hringja í lögfræðinginn sinn. Ég skellti á á endanum en mikið svakalega vona ég að þetta hafi verið einhver sem ég þekki að fíflast.

Engin ummæli: