30. apr. 2003

Veðmálið er ekki alveg að gera sig.... á Starbucks í morgun var ég plötuð til að taka þátt. Hjálp! Nú erum við orðin 6 (fjórir strákar, tvær stelpur) sem verðum í einhverri six-pakc fitness keppni í maí. Ég get ekki unnið en ég ætla ekki að tapa þannig að þetta er ágætis hvatning til að rífa sig upp í morgunskokkið. Ekki seinna vænna ef maður ætlar að láta sjá sig á bikini á ströndinni í sumar. Svo er víst nektarströnd (hvað kallar maður annars nude beach?) líka hérna rétt hjá.
Fékk annars svolítið furðulega spurningu frá strák sem ég kannast við um daginn. Hann er að því virðist í örvæntingarfullri leit að kvenmanni og á það til að bjóða stúlkum út að borða innan fimm mínútna eftir að hafa byrjað að tala við þær. Við höfum verið saman í tímum og könnumst hvort við annað og ég var greinilega sú heppna á mánudaginn. Ég var búin að vera með landkynninguna góðu eftir að hann spurði um Ísland, sagði að Ísland stór eyja í norðri með minna en 300 þús íbúa o.s.frv.
Þá spurði hann: So are you seeing someone special there or are there not enough people? Frábært...

Engin ummæli: