1. maí 2003

Ég tók kast á Sóðaperra í gær. Varð svo brjáluð að ég held að hitt sambýlisfólkið hafi orðið hrætt við mig. Allt útaf hálfri dollu af baunamauki....
Þetta byrjaði allt saman þegar ég las færsluna hennar geimVEIRU (28. apríl) um houmous. Mér finnst nefnilega svona hummsugums rosalega gott ofan á brauð, ég varð alveg húkkd á því þegar ég flutti hingað út. Við Katerina keyptum þess vegna brauð og houmous í fyrradag en kláruðum það ekki því við vorum að flýta okkur í bíó. Í gær samþykkti ég svo að vera með í hópsixpack keppninni sem þýðir ströng megrun í mánuð, frá 1. maí til 1. júní. Við K fórum saman út í búð að versla heilsuvörur (túnfisk og gúrku aðallega) en fyrst varð að klára óhollustu úr ísskápnum. Við ákváðum að brauðið og houmousdollan yrðu uppistaðan í SMFM (síðustu máltíð fyrir megrun). Ég var orðin svo svöng að ég hljóp beint inn í eldhús, opnaði ísskápinn græðgislega og sjá, dollan var horfin! Þegar ég sá hana svo tóma í ruslinu hringsnerist allt fyrir augum mér og ég varð aaaaalveg brjáluð. Það var nefnilega alveg á hreinu hver var þarna að verki. Ég lamdi í hurðina hjá fíflinu sem kom fram á nýja lúkkinu að vanda - hökutoppurinn og hvíti stuttermabolurinn og svona How you doin' look sem hvarf snarlega þegar hann sá svipinn á mér. Hann viðurkenndi þó að hafa klárað (sleikt upp úr) baunamaukið og ég tók kast a la Ross (það er alltaf staður og stund fyrir Friends tilvitnun) "You.. you ate my sandwich? MY sandwich?! MY SANDWICH!?" nema það var auðvitað MY HOUMOUS!? Hann kom auðvitað með eitthvað að hann minnti sko að hann hefði átt svona... bla bla bla.
Sam, Maya og Ken sáu þetta öll greyin og reyndu að róa mig niður.... þá sá ég auðvitað hvað þetta var fáránlegt, þetta var bara svona míkró-brjálæðiskast. Þetta hefur samt komið fyrir svo oft með hann ... kannski ég ætti að gera eins og Sam. Hún kaupir eiginlega bara svínakjöt og dreifir því meðal hinna matvælanna sinna svo að hann snerti þau ekki. Æ ég er hvort eð er að fara að lifa á kanínufóðri sem hann étur ekki þessi elska...

Engin ummæli: