9. maí 2003

Ég var með hræðilegt samviskubit í gær áður en ég fór að sofa sem lýsti sér í stórum hnút í maganum sem nagaði mig að innan. Ég skildi ekkert í þessu en gat samt ekki sofnað og fór að velta því fyrir mér af hverju ég væri með samviskubit. Gamlar syndir komu upp í hugann en ég áttaði mig ekki alveg á því af hverju ég væri að fá samviskubit yfir þeim núna. Eftir miklar og djúpar sálfræðilegar pælingar komst ég að því að ég hefði líklega borðað of mikið af sólblómafræjum og væri þess vegna illt í maganum. En þá var ég búin að velta mér svo mikið upp úr einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan að ég var komin með alvöru samviskubit...

Engin ummæli: