8. maí 2003

Mín innri ljóska virðist takmarkalaus... Ég gekk áðan framhjá indverskum veitingastað sem er með svona all-you-can-eat hlaðborð. Þeir voru með skilti í glugganum þar sem stóð Over 18 items. Ég fór strax að pæla í því hvaða matur gæti verið bannaður innan 18, hvort það væri svona mikið áfengismagn í einhverjum ákveðnum réttum og hvernig þeir kæmu í veg fyrir fólk undir átján ára aldri fengi sér af þeim. Það tók skelfilega margar mínútur að fatta að þeir væru kannski að gefa til kynna fjölda rétta í boði á hlaðborðinu...

Fleira skemmtilegt eða óskemmtilegt. Ég leitaði lengi að styrkjum fyrir milljónirnar sem það kostar mig að vera hérna úti. Ég sótti um og fékk ekki þá fáu sem voru í boði en fannst samt eins og flestir styrkir væru eyrnamerktir fjarlægum löndum eða mjög sérhæfðum námsgreinum (rannsóknir á lækningu við hinum og þessum sjúkdómum sérstaklega). Lítið um að vera fyrir mastersnema í Bretlandi sumsé. Núna áðan var ég að fá fréttabréf íslenskra námsmanna erlendis, NetSæma og svo virðist sem þetta hafi ekki verið ímyndun í mér. Ég mæli með því að þeir sem hafa áhuga á nautgriparækt eða námi í Japan kynni sér málið. Hálf milljón fyrir masters eða doktorsverkefni um ræktun íslensku kýrinnar... ég er greinilega á rangri hillu í lífinu.
Annars er sólbruninn að lagast og ég á leið til London skreppitúr - vei! Góðar stundir.

Engin ummæli: