31. okt. 2002

Eg var i mjog ahugaverdum tima adan. Vid erum ekki nema fimm i thessum akvedna kursi og eg atti ad vera med stutta kynningu a netumraedum sidustu viku. Einn tognadi i bakinu og komst ekki. Einn var i atvinnuvidtali og komst ekki og Sean kann ekki ensku og skildi ekki greinina sem vid attum ad vera ad raeda um. Tha eru bara eftir eg og Katarina thannig ad timinn for i stadinn bara i spjall um lifid og tilveruna. Kennarinn var med langa raedu um markadssetningu a x-large smokkum sem eg held ad hafi verid adallega til ad rugla i okkur. Hann er frekar upptekinn af thvi ad vera svona ungur og snidugur kennari, odruvisi en forverar sinir, thannig ad hann gengur stundum of langt i ad vera afslappadur og kul. Er mikid fyrir ad hleypa okkur snemma ur timum jafnvel thott vid viljum yfirleitt vera lengur. Hei, eg borgadi ekki tiuthusund pund ur eigin vasa ( ok vasa LIN) til ad vera ad blogga allan daginn :)

30. okt. 2002

Mamma og pabbi eru ad koma i heimsokn a morgun!
Gaman gaman!
Fleiri koma i heimsokn!
I dag bordadi eg fish and chips i fyrsta sinn og lidur ekkert afskaplega vel. Eg fekk mer ekki einu sinni alvoru fisk heldur eitthvad raekjugums sem er ekki ad fara vel i magann.
I dag fekk eg lika furdulegt bref . Drengur nokkur sem eg kynntist a Mallorca sumarid 1997 i frii med foreldrum minum var ad skrifa mer email og spurja hvad vaeri ad fretta. Veit ekki alveg hverju eg a ad svara.......
Atburdir sem thessir eru reyndar haettir ad koma mer a ovart, sambanber sms fra tolfarabekkjarfelaga sem eg fekk i sumar, kisan komin aftur eftir 6 ar og svo framvegis. Thetta hlytur ad hafa eitthvad ad gera med afstodu himintunglanna :)
Ja og hei..... Trigger (get ekki linkad a Unix tolvu) eg er komin med RSS, thad mun vera n-solrun :)

29. okt. 2002


Lidid sem byr i ibudinni minni.... eg veit ad hun er ekki god en getur einhver giskad a hver Sodaperri er? Verdlaun fyrir rett svar ;) Nei annars... thetta er nu fullaudvelt....

Eg er alltaf ad gleyma einhverju...
ja i gaer tha forum vid semsagt fimm ur kursinum a pobb og hofdum thad naes. Eg fekk stadfest ad Sean er 24 ara og talar ekki mjog goda ensku en eg er heldur ekkert rosalega god i ad skilja hann.
I gaerkvoldi var hann til daemis ad segja okkur fra fjolskyldunni sinni. Hann sagdi ad mamma sin hefdi miklar ahyggjur af honum og hann thyrfti thess vegna reglulega ad taka myndir af faetinum a ser og senda henni. Eg skildi thetta nu ekki alveg og helt bara ad faetur vaeru heilagir i Taevan eda ad hann vaeri med slaeman fotsvepp eda eitthvad. Fattadi eftir smastund ad hann var ad segja "food" en ekki "foot". Hann tekur semsagt myndir af matnum sinum og sendir heim svo ad mamman geti sed hvort drengurinn hennar fai nog ad borda. Hun leidbeinir vist lika ut fra myndunum, segir ad thad se ekki nogu mikid graenmeti, hrisgrjonin ofsodin og svoleidis.
Skemmtilegt thad.
P.s. Asdis eg lofa ad skrifa um Sodaperrastridid fljotlega, eg bara nenni thvi ekki nuna thvi eg er enntha svolitid (mikid) pirrud a honum :)
I gaer var hasar. Alvoru hasar. Brunakerfid for nefnilega i gang. Eg var halfpartinn ad leggja mig og vid sem vorum heima vorum ekkert ad aesa okkur yfir thessu. Thetta var samt frekar leidinlegur havadi thannig ad vid forum nidur og hittum eitthvad lid ur odrum ibudum sem helt ad kerfid hefdi ovart farid i gang en enginn var samt viss. Thannig ad innan skamms komu ekki einn heldur thrir brunabilar og fullt af slokkvilidsmonnum sem raku okkur ut. Thad myndadist mikil samkennd og hopstemning a stettinni fyrir utan a medan vid horfdum a hetjurnar okkar fara inn og reyna ad bjarga thvi sem bjargad vard. Korteri seinna var thad hins vegar stadfest ad brunakerfid for i gang ut af thvi ad einhver var ad reykja thar sem matti ekki reykja. Vid aftur inn og hetjurnar burt. Og allir haettir ad vera bestu vinir :)
Thusund heimsoknir sidan i juni einhverntiman! Eg er gifurlega stolt og akvad ad tekka adeins betur a thessu. Alltaf gott ad vita hverjir skoda siduna manns og svona.
I fyrsta lagi a eg orugglega helminginn af thessum heimsoknum thvi eg er alltaf ad tekka hvort sidan virki og laga eitthvad.
Eg virdist lika lada ad mer sodaperra alls stadar ur heiminum, thad er vist ekki einstakt tilfelli ad folk sem villist herna inn hafi verid ad sla inn "nektarmyndir" a einhverja leitarvel. Sidast gerdist thad nuna i morgun af einhverjum i Ameriku.
Hallo sodaperri i Ameriku!
Svo var einhver a Isafirdi sem kom i heimsokn og var ekki ad leita ad klami ad eg held.
Hallo Isafjordur!
En heimsokn nr. 1000 atti annad hvort einhver fra hi.is (Bryn eda Disa byst eg vid)
eda alit.is.
Hallo heimsokn nr. 1000!

28. okt. 2002

Nuna er eg loksins komin a sama tima og thid heima. Klukkan er semsagt 16:20 hja mer og 16:20 hja ykkur, vei vei! Eg graeddi semsagt auka klukkutima um helgina og naut thess ad sofa adeins lengur.
Eg hef tekid eftir thvi ad kynhlutverkin i kursinum minum eru af einhverjum astaedum svolitid frabrugdin norminu. Thad er ad segja stelpurnar eru "strakalegar" og strakarnir "stelpulegir" a vissan hatt. Thad eru thrjar stelpur i bekknum fyrir utan mig. Ein er verkfraedingur, havaer og brussuleg og toff. Onnur med brennandi ahuga a klifri og kofun. Thridja ofsalega strakaleg i utliti. Strakarnir eru flestir frekar mjoroma og vaemnir. Einn hefur laert fatahonnun og vann vid thad um tima. Annar segir reglulega "that's soooo cute" um skona mina eda toskuna mina eda whatever. Thad er einmitt hann Sean vinur sinn, thessi sem er alltaf ad lita a ser harid :) En thau eru oll vodalega snidug og skemmtileg og eg hlakka mikid til ad hitta thau i kvold :)
Eg var ad tala vid Sean adan og komst ad thvi ad annad hvort tala eg alveg rooosalega oskyrt (sem eg geri reyndar mjog oft) eda ad hann er ekkert vodalega godur i ensku. Eg spurdi hann nefnilega: "How old are you Sean? " og hann svaradi: "I made some cheesecake yesterday". Eg thordi ekki ad leidretta misskilningin thannig ad eg fekk bara uppskriftina hja honum. Langar samt enntha ad vita hvad hann helt ad eg vaeri ad spurja hann um og hvad hann er eiginlega gamall :)

27. okt. 2002

Langar ad byrja a thvi ad oska Maju paeju til hamingju med utskriftina i gaer! Vildi oska ad eg hefdi getad verid tharna.....
Hedan er thad helst ad fretta ad vedrid er brjalad, eg er kvefud og thad er strid a heimilinu.
Thad er sko miklu betra ad vera veikur i utlondum, eg eeeelska Boots og Superdrug og hvad thetta nu allt heitir. Eg var eitthvad slopp og drosladist i Boots til ad kaupa mer verkjatoflur og hostasaft og halsbrjostykur og nefdropa og svo framvegis. En nei! Their selja svona snidugar all-in-one toflur sem eiga ad vera vid hofudverk, beinverk, stifludu nefi, hosta, halsbolgu og innihalda thar ad auki koffin svo ad madur se hress og katur. Kannski eru ekki til neinar tofralausnir en thetta er tha amk ad virka sem placebo a mig :)

Stridid heima er adallega milli okkar Sodaperra, eg missti mig adeins um daginn vid hann thegar eg var komin med nog og seinna um kvoldid vildi hann eitthvad uppgjor.... ae thetta var bara algjort keis, segi ykkur betur fra thvi seinna. A midvikudaginn flytur inn stelpa fra Kroatiu, thannig ad vid verdum thrjar stelpur og thrir strakar, voda gaman. Eg hef adeins hitt hana og list vel a. Held ad Sodaperri se strax farinn ad paela i hvernig hann geti komist yfir hana.
Vedrid er eins og eg sagdi algjort rokrassgat en an kuldans sem fylgir islensku roki. Madur fykur um i svona hlyjum en sterkum vindi og stundum urhellisrigningu sem er bara agaett ef thad er ekki of kalt finnst mer.

Thad er nog ad gera i felagslifinu og of mikid ad gera i skolanum :) I gaer var thad ut ad borda med skemmtilegum hop, tvaer islenskar, tvo thysk, ein ensk, tvo portugolsk, Itali, Ungverji og Eisti. I kvold er eg svo ad fara i afmaeli hja kennaranum minum sem akvad ad bjoda bara ollum sem hann er ad kenna, gaman ad thvi og svo a morgun aetla allir i kursinum minum ad hittast.
Meira seinna!
luv
Solrun

25. okt. 2002

Eg er alveg ad verda snarbilud a Perramanni sem eg er ad hugsa um ad kalla bara Sodaperra i stadinn. Hann er nefnilega ogeeeeedslega sodalegur. Thvaer aldrei upp eftir sig og skilur svoleidis eftir skitinn og harin eftir i sturtunni ad madur kugast vid ad fara inn a bad. Hann er nefnilega fra finni fjolskyldu og er vanur ad hafa thernur - og heldur greinilega ad vid stelpurnar a heimilinu hofum tekid vid thvi hlutverki. I gaer gjorsamlega VARD eg ad fara i sturtu og hun var OGEDSLEG. Eg tok mynd af thvi og allt sem verdur birt sidar herna a netinu vonandi - ekki fyrir vidkvaema samt. Eg skrubbadi og skrubbadi med klosettbursta (gubb) og for svo i sturtu. Eg for nebblega i mat til Rognu vinkonu og vid hofdum thad vodalega naes. Thegar eg kom heim sa eg ad sturtan var aftur ordin ogo. Aetli hann se med eitthvad odruvisi likamsstarfsemi en vid hin? Skitnar i stad thess ad svitna? Mig langar ekki ad komast ad thvi.

24. okt. 2002

Aetli thad se haegt ad forrita solarhringinn thannig ad hann se kannski eins og 28 timar en ekki 24?
Midad vid timann sem eg eydi i thad ad labba i og ur straeto, bida eftir straeto og vera i straeto tharf eg naudsynlega a thvi ad halda. I gaer thurfti eg til daemis ad fara tvisvar i skolann..... aaaalveg vonlaust. Thad foru thrir klukkutimar i ferdir og bid. Svo af thvi ad eg kann ekki neitt a tolvur er eg buin ad fa lanadar fullt af skruddum a bokasafninu sem eg droslast med ut um allt. Gaerdagurinn var nu bara sorglegur. Kom heim klukkan sjo, sat i herberginu minu og bordadi bakadar baunir beint upp ur dosinni og var hattud klukkan halftiu. Og eg er ekki einu sinni byrjud a einhverjum verkefnum sem a vist ad gera yfir onnina. Hnuss. Madur a vist ad laera eitthvad i thessu mastersnami.

Ae ja, eg aetladi ad kynna til sogunnar tvaer nyjar personur. Thau eiga heima i ibud nr. 2 sem er vid hlidina a minni (ibud nr.3 ) og a sama gangi.
Thad er semsagt John, fra Ghana. Algjort krutt, litill med stor augu, stort nef og storar varir. Hefur mikinn ahuga a Islandi og vid erum agaetis felagar.
Svo er thad stelpa fra Israel sem eg held alltaf ad heiti nuggat (mer finnst thad svo gott) en hun heitir vist Noga. Hun er alveg ad verda vitlaus a thvi ad komast ekkert ut ur husi ad djamma thannig ad eg er buin ad lofa henni ad fara med henni ut fljotlega. Kannski vill hun borda med mer bakadar baunir i herberginu minu i stadinn?

Ad lokum ma nefna ad thad er loksins eitthvad ad gerast i astarlifinu hja thessum vinum minum. Eg var buin ad hlakka til ad fylgjast med hosslinu herna eins og eg gerdi uti a Spani. En her gerast hlutirnir vist hratt fyrir sig. Emily vinkona sem er buin ad vera ad tala endalaust um franska kaerastann sinn Romain og theirra samband, tilkynnti mer i gaer ad hun vaeri byrjud med hinum ungverska Levy sem er med henni i timum. Thetta tok semsagt fljott af, hun dompadi R og byrjadi med L samdaegurs, en er samt ad fara ad heimsaekja R til Frakklands til ad "gera upp malin" og mun gista hja honum a medan. Storkostlegt:)

23. okt. 2002

Eg for a "afar mikilvaegan" fund med bankanum adan. Eg pantadi thennan blessada fund fyrir tveimur vikum sidan til thess eins ad geta fengid enskt debetkort. Eg settist sumse nidur med svona atjan ara strakling i jakkafotum og sagdi honum fra hogum minum. Hann var voda almennilegur og badst margoft afsokunar a thvi hvad thetta vaeru leidinlegar spurningar sem eg thyrfti ad svara. Mer fannst thetta nu frekar venjulegt midad vid tilganginn, thetta voru bara spurningar um busetu og laun og svona. Honum fannst greinilega afar leidinlegt ad eg thyrfti ad lenda i thessu og for i stadinn ad spyrja "skemmtilegra spurninga" eins og: Hefurdu eignast marga vini? Eg sagdi honum bara ad eg aetti alveg nog af vinum og tha for hann ad segja mer fra sjalfum ser. Hann er ad taka bilprof og a heima svo langt i burtu og er ekki ad vinna a laugardogum og bla bla bla bla. Nei nei thetta var vodalega kruttlegt allt saman. Svo tok eg i hondina a honum svona i lokin, mer fannst thad einhvernveginn videigandi en hann skildi eiginlega ekki hvad eg var ad fara og svona strauk puttunum rett vid mina hond. Aetli handaband se serislenskt fyrirbaeri? :) Eg helt ad bissnesskallarnir i biomyndunum notudu thad alltaf. En thad er kannski bara i Amerikunni....
The new candy diet!
Thetta var fyrirsognin i frett sem eg las a netinu og eg vard alveg gifurlega spennt. Megrunarkur thessi gengur ut a ad borda naer eingongu nammi og tha serstaklega hlaupbirni eda gummibears. Eg bordadi reyndar fullan poka af slikum dyrum i hverjum tima i Adferdafraedi I til ad halda mer vakandi. Ekki man eg eftir thvi ad kilounum hafi faekkad. En jaeja, frettin er semsagt her og thetta er vist eitthvad haettulegt lika.... aunnin sykursyki, skemmdar tennur og svona. Thannig ad thad er vist best ad halda afram ad borda fjolbreytta faedu ..... thar med talid audvitad hlaupbirni :)

22. okt. 2002

Heimti heimt
Nuna nylega hafa mer borist beidnir um breytingar a sidu thessari. Thad thykir vist ekki nogu fint ad vera ekki med kommentakerfi (samkvaemt Disu skvisu) og vera ekki skradur i RSS. Nu hef eg latid undan hopthrystingi og munu thvi sjast breytingar a naestu dogum. Hver verdur fyrstur til ad tja sig?
Annars thordi eg ekki annad en ad skra mig a RSS (i eigu Bjarna snillings brodur Brynju beib) til ad hafa Tryggva godan. Thad er madur sem eg radlegg engum ad styggja, jafnvel thott madur se i langtiburtistan. Thott hann se audvitad langoftast svoddann ljufmenni :)

21. okt. 2002

Ja og bara eitt enn...... alltaf gaman ad fara ut ad borda med Donum.
A onefndum veitingastad her i bae spurdi thjonninn einn vidskiptavininn: "Are you finished". Pilturinn svaradi um hael: "No, I'm Danish". Skemmtilegt... :)
Er forritun lifshaettuleg???????????

Eg held thad. Eg slapp naumlega i morgun thegar tolvan vid hlidina a minni slokkti a ser med hvellum og eldglaeringum (a medan strakurinn vid hlidina a mer var ad vinna sama verkefni og eg). Thvi naest byrjadi ad rjuka reykur upp ur henni og vid rett nadum ad afstyra storbruna og sprenginu med thvi ad taka hana ur sambandi. Storhaettuleg taeki thessar tolvur schmolvur :)
Jaeja....... manudagar eru alltaf jafn skemmtilegir :)
I morgun var eg svona i seinna lagi thannig ad eg akvad ad taka seinni straetoinn sem eg get tekid. Misreiknadi mig reyndar adeins og hljop eins og gedsjuklingur upp brekkuna (i Brighton eru margar brekkur og upphallandi ad minu mati) i att ad straetoskylinu. Eg kom a rettum tima en... straetoinn var fullur. Tha var bara ad bida eftir naesta straeto sem var aaaalveg ad verda fullur thannig ad eg henti mer eins og fallbyssukulu inn i straetoinn
sem var ekki vinsaelt medal hinna fartheganna.... oh well

Eg er buin ad kynnast morgu ahugaverdu folki og verd endilega ad fa ad deila thvi med ykkur.... thad er voda gaman ad vera komin med sma "social
circle" herna thott eg sakni ykkar heima alveg fullt :)

Eg er til daemis buin ad kynnast henni Fotini sem er grisk stelpa i mastersnami i hugfraedi. Hun er samt frekar ljos a horund og med litad ljost har thannig ad hun er eiginlega skandinaviskari en eg i utliti. Hun er fin stelpa, svolitil gella med blaan augnskugga og alltaf a hahaeludum skom.
Hun er ad leigja med tveimur griskum strakum en vill helst karlmenn sem eru minnst 20 arum eldri en hun thannig ad their gagnast henni litid. Hun er 23 ara by the way og sidasti kaerastinn hennar var rumlega fertugur. Gaman ad thvi.....

Svo er thad hann Sean eda Htsuiang eins og eg held nu ad hann heiti i alvorunni. Hann er fra Taevan og er alltaf skaelbrosandi og hlaejandi. Vodalega kruttlegur strakur, alltaf i einhverjum fyndnum tiskufotum og er buinn ad fara tvisvar i klippingu og litun sidan eg kynntist honum. Er thessa dagana med appelsinugult har og i skom i stil. Eg skil hann ekki alltaf en thad er alltaf gaman ad vera nalaegt honum, mer finnst eg alltaf vera svo skemmtileg thvi hann hlaer ad ollu sem eg segi :)

Tha er ad nefna til sogunnar Ivonku sem er lika med mer i timum. Hun er alveg rosalega mega ultra hress stelpa sem er gaman ad tala vid fyrir utan ad hun frussar frekar mikid thegar hun talar og stendur ofsalega nalaegt manni lika. Friends addaendur minnast motleikara Joey i lok sjoundu seriu.....
Hun er med krullad har sem stendur allt ut i loftid og er verkfraedingur ad mennt thannig ad hun kann ad forrita og vinnur vid thad.

Ad lokum er thad einn strakur sem er med mer i timum..... eg man ekki alveg hvad hann heitir en hann er frekar spes. Hann byr i Nordur London og thetta er annad arid hans i kursinum thvi hann er part time student. Hann segist bara geta komid til Brighton einu sinni i viku (kursarnir hans eru 2svar -3svar i viku) og getur bara komist a internetid einu sinni i viku. Kursinn sem vid erum saman i byggist upp a umraedum a netinu og hopverkefnum
thannig ad thad verdur gaman ad vinna med honum, trallala....
Hann var spurdur ut i thetta greyid og hvort honum hefdi aldrei dottid i hug ad flytja hreinlega til Brighton, hann brotnadi bara naestum thvi nidur og sagdi ad allt hefdi gengid a afturfotunum hja ser a thessu ari.

Laet thessar kynningar duga i bili.....

18. okt. 2002

Herna eru semsagt myndir af ollum kennurunum minum, Yvonne, Darren, Jon og Tony. Thau eru adeins odruvisi en kennararnir minir i BA naminu sem voru reyndar agaetir margir hverjir.










p.s. Tony er ekki i snjobrettagallanum thegar hann er ad kenna, thetta er bara myndin sem er af honum i profile-inum hans :)


Eg hef tvisvar sinnum kveikt a utvarpinu sidan eg kom hingad. I fyrra skiptid lenti eg a ithrottafrettum thar sem verid var tala um leik Skota vid Islendinga sem tha var framundan. I seinna skiptid var einhver leikur i gangi thar sem hlustendur kepptust vid ad svara spurningum til ad vinna ferd til Reykjavikur a Iceland Airwaves. Hvad er eiginlega i gangi?
Thetta er samt storkostleg framfor. Thad er ekki svo langt sidan Island=eskimoar hugmyndin var allsradandi thegar madur var a ferd um fjarlaeg lond. Eg notfaerdi mer thetta reyndar ospart thegar eg var 10 ara og bjo i Kanada. Thottist aldrei hafa drukkid kok eda bordad pitsu og var thess vegna bodid i oll afmaeli og sleepover til ad haegt vaeri ad kynna aumingja barnid fyrir vestraenni menningu.

I Brighton bua talsvert margir samkynhneigdir. Thetta setur akvedinn svip a borgina, hedan kom Gay Pride ad mer skilst og haegt er ad finna gay bari ut um allt. Blod fyrir homma og lesbiur eru lika meira aberandi a bladsolustondum og svo tekur madur bara eftir fleiri strakum (en a Islandi) sem ganga i bleikum bolum, vagga mjodmunum og segja "dahling" i odru hverju ordi. Thetta er nottlega bara steriotypan en samt, thetta er ekki oalgeng sjon asamt ledurhommunum sem eru lika skemmtilegir.
Kannski er eg stundum ad misskilja, kannski eru enskir karlmenn bara odruvisi en their islensku. Their eru ad minnsta kosti vodalega kurteisir og herramannslegir upp til hopa. Thad er alltaf verid ad opna hurdir fyrir mann, bera eitthvad fyrir mann, borga fyrir mann o.s.frv. Stundum finnst mer thetta pirrandi, stundum bara saett og skemmtileg tilbreyting. Stundum finnst mer thetta hreinlega fyndid, eins og thegar lagvaxnir, horadir og kruttlegir drengir bjoda mer saetid sitt i straeto.
En anyway, ja, kannski eru their bara eitthvad kvenlegri thessir ensku, eg veit thad ekki. Strakurinn sem situr herna hja mer er til daemis frekar fyndin typa. Hann kommentadi strax a buxurnar minar, sem eru svona blaar Thai-buxur sem madur vefur um sig. Hann kalladi thaer reyndar Thai-bullumbullblabla eitthvad thannig ad hann vissi eitthvad um typuna og efnid og svona. Eg sagdi bara aha svona til ad thykjast vita allt um thetta lika. Hann sagdist eiga naestum eins buxur og benti mer a hvernig eg gaeti bundid thaer odruvisi! Svo stillti hann graejurnar sinar i botn, setti a sig heyrnatolin og byrjadi ad syngja med. Hvorki ledurhommi ne kvenlegur i utliti.

17. okt. 2002

Jaeja eg er svona nokkurn veginn buin ad jafna mig eftir uppnam gaerdagsins :)
Sumum finnst orugglega ekkert merkilegt ad eitthvad kattagrey finnist eftir sex ara fjarveru en so be it. Mer finnst thad aedi. Og nu a eg aftur kott, vei vei vei :)
Eg var bara i svona miklu sjokki i gaer thvi thetta er eitthvad sem eg var longu buin ad utiloka. Svolitid eins og gaurinn sem tyndist i utlondum i morg ar en kom svo aftur heim. Faranlegt. Sex ar eru lika faranlega langur timi......mer finnst hann lika orugglega vera enntha lengri thvi ad thad er svo margt buid ad gerast..... eg var ekki einu sinni byrjud i MH thegar hun hvarf!
Aetli Elvis se enn a lifi?

Jaeja en thar sem thetta er stadreynd tha er ekkert omogulegt. Jafnvel ekki thad ad eg geti laert C, C++, Java og UML a niu vikum. Trallararallararallara.
Perramann hefur ekki sagt stakt ord vid mig i svona viku. Hann er i fylu eftir husfundinn og finnst serstaklega fult ad hann bui med stelpum sem falla ekki ad fotum hans. Eg held serstaklega ad hann hafi buist vid meiru af mer, mer skilst ad hann hafi verid ad vonast til thess adur en eg kom ad stulkukind fra Evropu myndi flytja inn. Aumingja strakurinn.
Eg hef samt sed nokkrar stelpur fara inn i herbergi til hans en vona theirra vegna ad thau hafi verid ad gera verkefni saman. Eda hvad, er thad kannski bara survival of the fittest? A eg ad vona ad hann finni ser gellu svo ad vid losnum vid hann?

16. okt. 2002

THETTA ER OTRULEGT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eg trui a kraftaverk, gud og lifid.
Eg sit herna hagratandi fyrir framan tolvuskjainn og verd ad minna mig a thad aftur og aftur ad mig er ekki ad dreyma.
Eg elska ketti. Thetta vita allir sem thekkja mig. Thad er samt langt sidan eg hef att kott. Eg atti bestu kisu i heimi fyrir longu sidan. Hun het Bladis. Eitt sumarid for hun i possun og tyndist a 16 ara afmaelinu minu. Thad eru rum sex ar sidan. Vid auglystum en ekkert gerdist. Thad var gratid og syrgt og gratid en aldrei fengum vid annan kott. Eg helt thvi alltaf fram ad hun vaeri ekki dain heldur lifdi godu lifi hja godu folki. Halfgerd afneitun, eg veit en samt. Thad var audveldara ad trua thvi.
Fyrir nokkrum minutum sidan hringdi systir min i mig. Hun helt a Bladisi. Kisa var eyrnamerkt og hafdi lent i Kattholti. Og nuna er hun komin heim. Sex arum seinna, ordin 14 ara en samt elsku kisan min. Thetta er otrulegt kraftaverk. Kannski madur aetti ad endurskoda thetta med jolasveininn......
Eftir fimm klukkutima i tolvuverinu get eg ekki fengid tolvuna til ad skilja pythagorasarregluna. Mer tokst samt ad lata hana margfalda 3 og fjora og fa ut 12.
A medan er strakurinn vid hlidina a mer buinn ad hanna eitthvad svakalega fint forrit sem byr til alls konar mynstur a skjanum ef madur slaer inn einhverja random tolu.
Vid erum saman i timum.
Great.
Nu er eg ein eftir i Masterslabbinu og bara buin ad borda eina gulrot sidan i morgun. Mataraedi mitt naestu daga mun nefnilega samanstanda af gulrotum. Theta er ekki af heilbrigdisastaedum heldur sparnadarastaedum. Eg nebblega keypti tvo stora poka af gulrotum um daginn vegna thess ad thad var tveir fyrir einn tilbod. Er ekki buin ad borda eina einustu gulrot....eda ju eina nuna. Til thess ad sannfaera sjalfa mig um ad thetta hafi verid einstaklega gafuleg kaup aetla eg ad auka skammtinn i fimm gulraetur a dag. One down and four to go. Thad ma thess vegna segja ad thetta se ekki gert af sparnadarastaedum heldur af salfraedilegum astaedum. Ja herna. Mikid yrdi eg nu godur salgreinir. Skil ekki hvad eg er ad gera i thessu tolvunami :)

15. okt. 2002

I gaer keypti eg mer ostaskera. Thad vaeri i sjalfu ser ekki merkilegt nema fyrir thaer sakir ad eg var buin ad leita ut um ALLT ad slikum grip. Thetta er greinilega eitthvad nytt a markadnum herna thvi ad ostaskerinn sem eg keypti er enginn sma gripur. Hann er risastor og ur rydfriu stali. Honum fylgir litill leidbeiningabaeklingur um umhirdu ostaskerans og notkun hans. Framan a stendur Kitchen Gadget storum stofum og thad sem meira er, thad er fimm ara abyrgd a graejunni. Thad var thess vegna stor stund i eldhusinu thegar skerinn var vigdur.
Svona til gamans fyrir tha sem hafa ekki sed ostaskera adan ma benda a nokkra kosti hans (skv. baeklingnum).
-Non slip rubber grip!
-Dishwasher safe!
Aedislegt. Eg vil reyndar taka thad fram ad i baeklingnum kemur fram ad ef ostaskerinn er "abused" fellur abyrgdin nidur.

Annad sem virdist ekki hafa ratad til Brighton eru kranar thar sem haegt er ad blanda vatnid. I ollum voskum eru tveir kranar, annar med koldu vatni og hinn med heitu. Thar af leidandi geturdu valid um brunasar eda kvef thegar thu thvaerd ther i framan a morgnana.

Af theim fau sem eg thekki herna eiga tveir afmaeli i dag!
Emily sem bjo adur med Rognu og Ken sem byr med mer eru baedi 23 ara i dag! Skemmtileg tilviljun :)

14. okt. 2002

Thad er svo margt buid ad geeeerast!!!
Eg er byrjud i skolanum loksins loksins af einhverri alvoru. Thad er aedi en samt svolitid skrytid. Eg fer t.d. i engin prof heldur a bara ad skila fullt af ritgerdum, skyrslum og forritum 13. januar. Skemmtilegt jolafri thetta arid. Kennararnir minir eru aedislegir en thad er samt fyndid ad hitta tha i dag eftir ad hafa verid ad djamma med theim a fostudaginn. Thrir eda fleiri etv.af kennurunum eru sumse ungir doktorsnema drengir... og tha meina eg a aldrinum 25-33 ara. Svo er ein kona ad kenna mer sem er rosalega klar og skemmtileg.
A fostudaginn var semsagt thetta COGS party og svo var haldid ut um vidan voll. Mer tokst ad koma mer upp alls konar sambondum thetta kvold, taladi heillengi vid kennarana, namsradgjafann og svo einhverja kalla sem eru yfir einhverju tharna. Storgott. Svo kom Oli minn i heimsokn a laugardaginn og eg syndi honum Brighton. Thad er svo mikid af alls konar skemmtilegum gotum i kring...... ahhh eg er svo anaegd med ad bua herna :)
I gaer var reyndar brjalad vedur, rigning og rok a la Island. Eg kvartadi eitthvad undan kulda og folk horfdi a mig storum augum. Biddu er ther kalt? Ert thu ekki fra Islandi? Er thetta ekki bara stuttbuxnavedur fyrir thig?
Eg er ordin frekar leid a thessu.
Thetta eru einmitt thaer setningar sem folk segir thegar eg segist vera fra Islandi. Thad er annars vegar:
a) Island? It must be cold up there!
eda
b) Island? The land of Bjork!

Mer finnst su sidarnefnda talsvert skarri thratt fyrir eg hafi fengid athugasemdir eins og ad eg likist Bjork, tali eins og Bjork o.s.frv. sem mer finnst mjog fyndid.

Jaeja en thad ber ad tilkynna ad Halldor Valgeirsson saetabraudsdrengur er ordinn kvaentur madur! Sorry stelpur og til hamingju Dori (og Vigdis audvitad) :)

Thad eru allir ordnir threyttir a Perramanni og sumir hafa ihugad ad flytja ut. Hann er nottlega perri af guds nad en fyrir utan thad skilur hann har eftir i sturtunni, eydir rafmagni og vatni ohoflega thratt fyrir vinsamleg tilmaeli, thrifur ekkert eftir sig, stelur mat, litur nidur a kvenmenn og ber enga virdingu fyrir skodunum annarra. Hinir strakarnir geta ekki einu sinni talad vid hann thvi ad tha fer hann ad rifast um stjornmal, jafnretti, lydraedi og svo framvegis. I kvold verdur aesispennandi husfundur thar sem a ad confronta manninn. Eg vona ad eg sleppi lifandi :)

11. okt. 2002

Eg er ad verda buin ad vera herna i tvaer vikur......
Thad er margt sem tharf ad venjast herna, margt sem er odruvisi sem eg bjost ekki vid ad vaeri odruvisi. Eg virdist til daemis ekki geta keypt ostaskera neins stadar i thessari borg. En meira seinna um thad, er ad fara i "party" herna a campus fyrir deildina mina :)

10. okt. 2002

Thad er alltaf svo margt margt margt sem mig langar til ad segja ykkur en eg er alltaf buin ad gleyma thvi thegar eg sest nidur vid tolvuna. Geri rad fyrir ad gullfiskaminni se ekki gott i mastersnami. Helstu frettir eru bara thaer ad eg for i fyrsta timann minn i dag. Programming Techniques takk fyrir thar sem a ad kenna byrjendum jafnt sem lengra komnum allt um C og C++ a tiu vikum. Thvi midur fyrir mig eru afskaplega fair byrjendur en theim mun fleiri med reynslu. Thad eru um thad bil 60 manns i thessum tima og rosalega mikid af Jesusum eda monnum med sitt svart har og skegg. Svo eru nokkrir ameriskir Bill Gatesar med thunnt har og gleraugu sem thykjast vita allt. Kennararnir eru tveir strakar i doktorsnami, rosalega hressir og skemmtilegir sem baetir thetta ad morgu leyti upp. Einn theirra mundi meira ad segja eftir mer! Alltaf gott i fyrsta tima.... eg hafdi spurt hann ad einhverju a kynningarfyrirlestrinum og i dag var hann ad rifja upp spurninguna, horfdi a mig og spurdi hvort ad thad hefdi ekki verid eg sem hefdi spurt ad thessu. Ja ja, kvenlegir tofrar minir bregdast aldrei. Eda, heimskulegar spurningar minar bregdast aldrei. Eg hringdi til daemis i BT i gaer og sagdi theim ad siminn minn vaeri i lagi og ad their thyrftu ekki ad senda vidgerdarmann. Stelpugreyid vissi ekkert hvad hun atti ad segja... "Yes we know your phone is working miss, we can see that". Dasamlegt.
Frettir af Perramanni eru thaer ad hann er allur ad faerast i aukana. Hann stelur matnum okkar ospart og adrir ibuar eru farnir ad gripa til thess ad elda helst aldrei neitt nema svinakjot. Hann er nebblega muslimi og ma ekki borda thad, moahahahah. Sidan bad hann Sam um ad millifaera peninga inn a reikninginn sinn timabundid. Hann bad hana eiginlega ekki um thad heldur sagdi henni ad gera thad. Sagdi ad bankinn vildi ekki gera e-d fyrir hann ef hann vaeri ekki med akvedna upphaed inni a reikningum sinum. Vid skildum thetta ekki alveg. Hun neitadi audvitad og nu holdum vid ad hann se undirforingi i einhverri perramafiu og standi i peningathvotti. Mer finnst samt verst ad thurfa ad fara i sturtu strax eftir honum a morgnana .... ad thurfa ad vera nakin thar sem hann var nakinn og horfa a oll ogedslegu harin ut um allt i sturtunni sem eru ad detta af honum. Gubb.

9. okt. 2002

I morgun thegar eg var ad labba a campus heyrdi eg islensku. Og eg var ekki ad tala vid sjalfa mig! Eg redst audvitad a stelpurnar sem maeltu a askaera ylhyra og sja, tharna voru komnar tvaer islenskar stelpur til vidbotar . Thaer heita Gudny og Anna og eru i einhverju margmidlunarverkfraedinami herna. Tha erum vid ordnar fimm alls, islensku stelpurnar i Sussex. Thad er vist haegt ad finna okkur alls stadar...... eg er eiginlega nokkud viss um ad Islendingar HLJOTI ad vera fleiri en 280 thusund. Eg meina..... hver er eiginlega ad telja thetta? :)

Perramann (beygist eins og Hermann) kemur med nyja gullmola a hverjum degi. Sem betur fer finnst Samonthu hann lika vera ogo thannig ad vid hofum myndad halfgert bandalag gegn honum. Hvislum svolitid og hlaejum ad honum sem er reyndar frekar tikarlegt thvi hann er farinn ad taka eftir thessu greyid. Thad er bara svolitid erfitt ad bua med manni sem hefur aaadeins odruvisi vidhorf til kvenna en madur a ad venjast. I gaer var hann frekar full ut i mig vegna thess ad eg hef ekkert nennt ad tala vid hann. Hann byrjadi a thvi ad hneykslast mikid a sokkunum sem eg var i, Svona sportsokkar, thid vitid, sem na ekki upp a okkla. Sidan fekk hann alveg kast yfir thvi ad eg vaeri nu ad elda pasta eina ferdina enn. "You will never be a good housewife" sagdi hann. "In my country we judge women by how good their cooking is". Eg sagdist bara ekki aetla ad verda heimavinnandi husmodir og laug thvi svo ad pasta vaeri uppistada alls mataraedis a Islandi og ad hann aetti ekki ad vera ad daema framandi menningu. "Pasta will make you fat" sagdi Perramann tha og hnussadi a medan hann lagdi ser til munns fimm feitar lambakotilettur og strauk bumbuna a sama tima. Right.

Annars var eg i kynningartima um namid mitt nuna adan. Mjoooog spennandi en lika mjoooog scary. Thessi onn verdur vist mjog erfid og busy. En vonandi skemmtileg lika :)





8. okt. 2002

Hvad er ad gerast? Eg er greinilega ekki lengur i Odda. Thad var ad hefjast kennsla i einni tolvustofunni og kennarinn kom til ad reka alla ut. Nema hvad hann spurdi hverjir vaeru i timanum sem var ad fara ad byrja, sagdist svo thvi midur thurfa ad bidja hina um ad yfirgefa stofuna og badst afsokunar a othaegindum sem thetta gaeti valdid. Eitthvad annad en gamla goda "Allir ut sem eru ekki i tima" med fyldri roddu (gaetu alveg eins sagt drullid ykkur ut) slokkt a tolvuskjanum og folki bokstaflega ytt ut.
Nu jaeja.....
Eg hef akvedid ad lata Perramann ekki fara i taugarnar a mer. Thad er miklu skemmtilegra ad hlaeja ad honum og birta gullmolana her. I gaermorgun var hann ad strauja jakkafot thvi ad hann vildi ad eigin sogn vera finn fyrir stelpurnar i skolanum. Hann kom sidan nidurbrotinn heim um kvoldid, sagdi ad thad vaeru faar stelpur i hans kurs og engin saet. "Mer lidur betur med fallegt folk i kringum mig" sagdi hann. Hvernig heldur hann ad okkur lidi sem thurfum ad horfa a greppitrynid hann sjalfan? :)

I dag var sma kynningarfundur fyrir alla masters og doktorsnema i COGS sem er deildin min. Mer leist agaetlega a folkid tharna inni en samkvaemt fyrirlesaranum eru bara atta manns i kursinum minum. Vona bara ad thad verdi skemmtilegur hopur, kemst ad thvi a morgun. Eg vil annars nota taekifaerid og thakka Tryggva (hann er ekki alltaf svona skitugur) fyrir agaeta kennslu i notkun telnet, pine og fleiri skemmtilegra fyrirbaera a sinum tima. Thessi viska ur hefur komid ser afar vel a Unix tolvunum sem eg botna annars hvorki upp ne nidur i.
A eftir er eg svo ad fara i "afternoon tea" bod fyrir alla masters og doktorsnema i skolanum. Voda gaman. Eg tharf lika ad kaupa mer sima og graejur og svo langar mig voda mikid i sjonvarp en er ekki viss um ad thad se god hugmynd. En ef eg sleppi thvi ad kaupa sjonvarp tha er eg i raun ad SPARA mer tuttuguthusundkall..... sem er svo haegt ad eyda i eitthvad skemmtilegt.... hmmmm..... interesting.... :) Veit ekki hvad Maja skutla myndi segja um thessa hagfraedi. Maria Sigrun vinkona min er nebblega ad fara ad utskrifast ur hagfraedinni nuna bradum og gerdi alveg rosalega flott lokaverkefni sem eg man ekki alveg hvad heitir. Hun er vist ordin fraeg og fer i vidtol og svoleidis. Algjor stjarna, enda klar OG saet OG skemmtileg. Til hamingju Maja :)

7. okt. 2002

Jaeja kaeru vinir
Nokkrar hamingjuoskir eru videigandi
Elisabet Mist vard eins ars a fostudaginn, til hamingju Elisabet!
Thorarinn Hugleikur Dagsson, aka Hulli, vard 25 ara a laugardaginn, til hamingju med thad :)
Eg aetladi ad segja ykkur nanar fra honum Nur "vini" minum.
Nur er buinn ad vera helst til agengur thessa sidustu daga, thad er ad segja fra og med fostudeginum thegar eg vard "his special friend". Tha for hann a thetta svakalega truno vid mig sem folst samt adallega i thvi ad hann reyndi ad veida upp ur mer upplysingar um kaerastann minn, fyrrverandi kaerasta og bara mitt love life in general og hvad stelpur vildu og bla bla bla. Thvi naest for hann ad reyna ad sannfaera mig um thad ad thad vaeri bara rugl ad eiga kaerustur og kaerasta, "casual relationships" vaeru best og ad kaerastinn minn aetti eftir ad halda framhja mer vegna thess ad karlmenn thyrftu oftar kynlif en konur. Svo komu komplimentin, hvad eg vaeri med falleg augu og adrar skemmtilegar pikkuplinur, thar a medal su ad eg myndi lita betur ut ef eg myndi missa nokkur kilo. Thetta meinti hann i alvoru sem kompliment og pikkuplinu - thetta atti ad hvetja mig til ad vilja fara i gymmid med honum. Karlmenn athugid- ALDREI nota thessa linu ef thid viljid na ykkur i konu :) Thad er kannski otharfi ad segja fra thvi ad thessir tilburdir hans heilludu mig ekkert serstaklega og eg vard bara frekar reid og pirrud a honum. Sidan tha hefur thetta bara versnad. Hann bankar stundum a hurdina hja mer og spyr mig hvad eg se ad gera, hvar eg hafi verid og hvort eg verdi ekki heima um kvoldid. Eg minntist a thad um daginn ad eg vaeri med Friends i tolvunni minni og hann bad um ad fa ad sja thaettina. Eg sagdist vera med tha a geisladiskum og ad thad vaeri ekkert mal ad lana tha en tha missti hann ahugann... hann helt ad vid thyrftum ad horfa a thetta saman. Svo eru sum kommentin algjorlega eins og hann se fimm ara. Vid Samantha vorum ad tala um ad onnur sturtan aetti ad vera stelpusturtan. Tha segir Nur: Allt i lagi en ef thid skiljid hurdina eftir opna tha megum vid koma inn, he he he. I alvoru talad, hann er ad gera mig gedveika! Sem betur fer held eg ad hinir i ibudinni seu farnir ad taka eftir thessu. Var ad hugsa um ad flytja en thar sem mer likar svo vel i ibudinni ad odru leyti vaeri thad leidinlegt, fyrir utan thad ad eg myndi ekkert losna vid hann, eg myndi sja hann a campus og i baenum hvort ed er. Eg vil samt taka thad fram ad allt sem hann segir vid mig er undir thvi yfirskini ad vid seum svo "godir vinir" og ad hann se alls ekkert ad reyna vid mig. Hann er kannski ekki ad thvi, eg veit thad ekki og liklega stafar thetta allt saman af arekstri olikra menningarheima. Hann er fra Pakistan og thad er held eg buid ad akveda hverri hann eigi ad giftast. Hann og vinir hans sem eru herna eru eiginlega bara her undir thvi yfirskini ad their seu ad laera en eru i raun bara ad njota frelsisins, drekka, djamma og sofa hja "lauslatum Evropubuum". Ahhh..... eg hef samt ekki umburdarlyndi i thetta. Held samt ad hann se ad gefast upp a mer og se ad leita ad nyrri bestu vinkonu. Einhverri sem "skilur hann betur". Dasamlegt :)

6. okt. 2002

I dag, sunnudaginn 6. oktober gengum vid Ragna i solinni eftir strondinni fyrir nedan gotuna mina og hugsudum: Herna buum vid!
Adur en thid farid ad ofunda mig allt of mikid er samt best ad segja ykkur fra atvikum sidustu daga..... nakvaem lysing verdur samt eiginlega ad bida til morguns thar sem eg er nuna a netkaffihusi og ekki komin med netid heima hja mer.
Vinur minn fra Pakistan hann Nur, er ekki eins indaell og hann virtist vera fyrst. Hann er eiginlega bara svolitid ogedslegur perri og gerir litid annad en ad reyna ad fa mig inn i herbergi til sin til ad horfa med ser a tonlistarmyndbond i tolvunni sinni (unsuccessful so far). Mer finnst thetta reyndar bara frekar fyndid en passa mig samt a thvi ad laesa herberginu minu a nottunni. Nanari utlistanir og quotes i naesta leikthaetti. Svo er fluttur inn strakur i herbergi nr. A. Thad er hann Theo fra Sudur Afriku. Hann er risastor og kolsvartur og vodalega klar ad eg held. Samraedurnar a kvoildin eru yfirleitt mjog ahugaverdar um politik og hagfraedi lands theirra og eg skil yfirleitt hvorki upp ne nidur og veit ekki neitt. Held afram ad borda instant nudlurnar minar og spyrja asnalegra spurninga. En thad er bara allt i lagi. Thau vita heldur ekki neitt um litla landid mitt :)

3. okt. 2002

Eg er komid med svo ansi skemmtilegt email herna i skolanum.... eg var buin ad tilkynna lengri utgafuna (S.O.Larusdottir@sussex.ac.uk) en svo er eg lika med sol20@sussex.ac.uk
Allir ad senda mer post!
Ja herna her. Einhver sem skodadi bloggid mitt fann thad thegar hann fletti upp nektarmyndir a Google. Skyrir af hverju heimsoknir a siduna mina eru allt i einu ordnar fleiri...
Og Brighton aevintyrid heldur afram......
Thad er kannski agaett ad kynna til sogunnar personur og leikendur a thessu stigi. Svona svo ad thid vitid alltaf hver er hvad, hvar og hvers vegna thegar eg er ad bulla eitthvad.
Eg er audvitad bara eg, Solrun. Their sem geta ekki sagt nafnid mitt herna kalla mig Sol. Aldur 22. Eg er i Mastersnami i Human Centred Computer Systems (i University of Sussex i Brighton) sem er alveg svakalega flott nafn en eg er samt ekki med thad alveg a hreinu hvad eg er ad fara ad laera nakvaemlega. Thad kemur samt i ljos i naestu viku og eg laet ykkur orugglega vita.

Eg a kaerasta sem heitir Oliver sem er voda saetur og skemmtilegur. Hann het reyndar Oli sidast thegar eg vissi og var skirdur Olafur en thad er vist lika of erfitt nafn thannig ad mer skilst ad allir kalli hann Oliver. Skrytid. Hann er ad laera rettarsalfraedi vid University of Surrey i Guildford. Thad tekur ad eg held taepa tvo tima med lest ad ferdast thangad. Eg hef ekki enn heimsott hann en stefni a thad innan skamms.

Eg thekki eina islenska stelpu sem er herna i doktorsnami i felagssalfraedi. Hun heitir Ragna Benedikta og er alveg frabaer. Hun var ad leigja med alls konar snidugu og skemmtilegu folki (hasshausnum Tim, knowitall Emily, sportygaur Chris og toffstelpunni Onju) en er reyndar ad fara ad bua ein i finni ibud og er ad bida eftir dotinu sinu ur tollinum. Thegar eg var ad bera toskurnar minar a campus kom strakur og hjalpadi mer. Hann sa ad ein taskan var merkt Icelandair og spurdi mig hvort eg thekkti Rognu. Hann var tha ad leigja med henni. Midad vid hvad skolinn er stor er thetta enn eitt daemi um hvad heimurinn er litill :)

Leiksvidid er audvitad Brighton en svo er thad Kings Road, fyrsta haed ibud nr.3 Sem betur fer er ibudin med utsyni yfir strondina og sjoinn en ekki ruslatunnurnar eins og hja theim sem bua hinu megin i husinu. Leigendur eru fimm enn sem komid er en thad er plass fyrir sex.

I ibud A er enginn
I ibud B er Go fra Japan, eg veit aaaafskaplega takmarkad um hann en held ad hann se finn.
I ibud C er Samantha eda Sam sem er algjort aedi. Ein ahugaverdasta manneskja sem eg hef kynnst. Hun er thritug og i doktorsnami i einhvers konar Educational Development ad eg held. Hun er fra Indlandi og er hluti af einhverjum thjodflokki og klani sem eg man ekki hvad heitir. Thar rada konurnar og allt erfist t.d. fra modur til dottur. Ad odru leyti er hun alin upp vid svipad og vestraena menningu. Hun er kristin og a kaerasta a Indlandi sem er verkfraedingur. Hun a fjora hunda og fjora ketti og vaknar yfirleitt klukkan fimm a morgnana heima en klukkan 7 herna sem henni finnst allt of seint.
I ibud D er eg :)
I ibud E er Ken sem eg held ad se fra Hong Kong. Eg veit lika afskaplega takmarkad um hann nema ad hann er frekar lagvaxinn.
I ibud F er Nur sem er fra Pakistan og er alveg kostulegur. Hann er 32, med bumbu og skalla en heldur samt ad hann se algjor playboy. Hann er reyndar mjog skemmtilegur en talar i ohofi um allar kaerusturnar sinar og thykist stundum reyna vid okkur Samonthu. Hann vill olmur ad eg komi med honum i gymmid og hvetji hann til dada thvi hann aetlar ad missa 15 kilo og lata harid vaxa a thessu ari. Hann er i mastersnami i einhverju sem eg veit ekki hvad er en hann er buinn med MBA nam. Hann segist adallega vera herna til ad leika ser og na ser i stelpur. Namid skiptir minna mali. Samt er hann a styrk... sama helv. styrknum og eg fekk ekki :)

Jaeja tha er thad komid i bili..... :)
Naesti leikthattur coming soon!
Thad er international party i kvold og tha kynnist eg vonandi einhverjum :)



1. okt. 2002

Jaeja tha er madur bara naestum thvi byrjadur i skolanum. Eg for i tolvuverid i dag til ad aefa mig a Unix. Var mjog fegin thegar eg sa ad thad sem byrjendur attu ad byrja a var dot eins og ad kveikja og slokkva a tolvunni, opna og loka gluggum og utskyringar a hvad email vaeri eiginlega. Thannig ad eg er kannski svona byrjendur-framhald. Vei! Ekki thad ad eg hafi ekki fengid minnimattarkennd yfir thvi ad vera tharna inni. Thetta voru naestum allt "tolvunordar" , sumir med bolur og gleraugu og svitabletti og allan pakkann en sumir bara svona toff ad pikka a fullu a lyklabordid.
Annars er bara frekar margt odruvisi og skrytid herna. Eg er til daemis alltaf ad gleyma thessu umferdardaemi herna og horfi alltaf i vitlausa att thegar eg er ad fara yfir gotuna. Storhaettulegt. Ad sama skapi bid eg alltaf eftir straeto vitlausu megin vid gotuna.
Her eru ekki umferdarskilti med mynd af bornum (varud born ad leik eda eitthvad svoleidis) herna eru umferdarskilti med mynd af gomlu folki.....
Svo er vodalega mikid af graenmetisfaedi og lifraenu faedis veitingastodum herna. Thad er lika skobud sem heitir Vegetarian Shoes en eg veit ekki alveg hvad hun selur og er ekki viss um ad eg vilji vita thad.
Svo fer folk med hundana sina i straeto og a pobbinn. I gaer hitti eg hund a pobb thegar eg var ad fara a klosettid. Hann var stor og svartur og nadi mer upp fyrir nafla og leit ut fyrir ad borda litil born i morgunmat. Hann var bara svona laus a labbinu fyrir utan kvennaklosettid a medan eigandinn fekk ser bjor. Eg er ekkert hraedd vid hunda en thetta var heldur ekki hundur... alveg eins og eg er ekki hraedd vid kongulaer en Svarta ekkjan er ekki kongulo... :)
Meira seinna dahlings