25. feb. 2005

Meira blogg...

Maður ætti kannski að vera duglegri að blogga?
Hvað get ég sagt skemmtilegt sem tengist ekki vinnunni.......

- Hef komist að því að ég þekkist í Laugum! Ég vil ekki þekkjast í Laugum, ég er þar vegna þess að það er nógu stórt til að það sé hægt að fela sig. Þess vegna hætti ég í Vesturbæjarleikfiminni sem var eins og félagsmiðstöð KR-inga. Á ekki flott íþróttaátfitt, mála mig ekki áður en ég fer og er með ósamhæfðari hreyfingar er Bambi. Líður því eins og svitnandi, roðnandi, nýfæddum flóðhest í Hawaii skyrtu á hlaupabrettinu og labba sæl inn og út úr Laugum án þess að athuga hvort ég þekki neinn. Kannski myndi mér takast betur að fela mig ef ég keypti mér almennilegt íþróttaátfitt...

- Ég fór til London. Ég fór til Brighton. Það var 9 tíma seinkun á fluginu (átti að leggja af stað 15.30, lagði af stað 12.30). Ég er komin aftur. Það var skemmtilegt. Það er skemmtilegra að heimsækja London heldur en að búa þar.

- Það er föstudagur. Ég er hás. Occupational hazard sko.... nei úps, þarna er vinnan aftur. Mig langar til að horfa á einhverja feel-good mynd um helgina (Langar í svona post-London pikk-me up í skammdeginu). Lagðist í Pretty Woman í vikunni en er búin að sjá hana of oft til að fá sama "oh en dásamlegt" fílinginn. Neita í bili að fara á sorglegar myndir/myndir sem enda illa. Það enda nógu margar sögur illa í raunveruleikanum og er maður ekki að horfa á myndir til að flýja hann? Ég lifi mig nefnilega svo inn í myndir... horfi t.d. reglulega á My Girl og er klökk í marga daga á eftir (note to self... þetta er kannski ekki eitthvað sem maður ljóstrar upp á netinu?)

- Kötturinn minn (ok hann býr hjá m&p en hann er samt minn!) borðar lasagna. Eins og Garfield er í miklu uppáhaldi hjá mér hefur mér aldrei dottið í hug fyrr að leyfa henni að smakka. En henni fannst þetta mjög gott. Ætli það sé til Whiskas með lasagnabragði?

- Hringdi á Pizzahöllina og spurði hvar væri best að sækja pitsuna ef ég byggi í vesturbænum. Pilturinn sem svaraði sagði mér að fara í Mjóddina... (ok þetta er lélegur vesturbæjarbrandari. En þeir eru samt með tvo staði sem eru nær en Mjóddin).

Góða helgi!

Engin ummæli: