Ég er glataður bloggari. En það eina sem ég hef sérstaklega þörf fyrir að tjá mig um er ritskoðað áður en það nær hingað inn. Ó vell. Annars er bara allt gott að frétta. Krullan mætt á svæðið. Er ekki enn búin að fjarlægja ferðatöskuna úr stofunni síðan í Danmerkurferðinni þar sem Rúsínusi finnst svo gaman að leika sér í henni.
Helgin var mjög ljúf og vikan lítur vel út. Ég á ótrúlega skemmtilegar vinkonur. Fimmtudagskvöld var saumaklúbbur. Föstudagskvöld var út að borða á Vegamótum með æskuvinkonum og svo rauðvínskvöld við arineld í heimahúsi. Laugardagur var kaffihús með sálfræðivinkonum og svo trúbador/danskvöld með kennslufræðivinkonum. Sunnudagur var náttfatapartý með sjálfri mér og Little Britain. Mánudagur var kaffihús með gamalli MH vinkonu. Í dag er svo hlaða batteríin kvöld (leikfimi og ís, góð blanda), á morgun eru tónleikar... og svona heldur þetta áfram :)
Á morgun á mamma afmæli, best að gleyma því ekki. Til hamingju mamma!
Hey já svo er ég byrjuð að vinna og líkar bara vel. Sumt er samt öðruvísi á Selfossi, til dæmis borðar frábæra fólkið á vinnustaðnum mínum piparkökur með osti. En það er kannski eitthvað sem allir gera yfirhöfuð nema ég?
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
1 ummæli:
mjog ahugavert, takk
Skrifa ummæli