19. júl. 2011

Harry og Hobie


Nýjasta Harry Potter myndin er bara alveg ágæt. Svolítið löng og dimm en ég kvaddi alveg sátt. Er ekki meðal hörðustu aðdáanda (á eftir að lesa eina bók og sjá tvær myndir) en langar samt að heimsækja Harry Potter skemmtigarðinn í Orlando. Var að skoða youtube myndband af fyrstu prufum leikaranna fyrir myndirnar og er fyrir löngu búin að gleyma hvernig ég sá karakterana fyrir mér áður en sagan var kvikmynduð.  Daniel Radcliffe er bara Harry Potter, þótt hann hafi svosem reynt að brjótast út úr því hlutverki með að vera allsber á hestbaki í leikriti fyrir nokkrum árum. Það gaf aðallega þeim sem skrifa erótískar sögur á netinu um Harry Potter byr undir báða vængi (ótrúlegt hversu margir virðast hafa það áhugamál).



En semsagt. Myndbandið minnti mig á umræðu sem fór af stað eftir aðra eða þriðju myndina, um að það yrði kannski að finna nýja leikara þar sem krakkarnir eltust mun hraðar en myndirnar voru framleiddar. Hvernig hefði það nú allt saman verið? Sé það ekki fyrir mér. Maður kemur svosem í manns stað en ég hef ekki verið hrifin af því almennt þegar leikurum er skipt út. Ég er ekki ennþá búin að jafna mig á því þegar það kom nýr Hobie í Baywatch og var mjög sár yfir þegar allir gleymdu gamla Hobie og nýji Hobie varð frægur. Hobie 1, þú lifir í minningunni hjá mér! 






Engin ummæli: