30. jan. 2005

Helgin

Fín helgi. Hló svo mikið að mér varð illt í kinnunum. Stelpurnar mættu með gjafir og alles og svo var blenderinn nýttur til að búa til dýrindis kokkteila sem við drukkum yfir Actionary. Svo fórum við í baðherbergispartý sem eru miklu skemmtilegri en eldhúspartý og komumst að því að það er auðveldara að koma fjórum stelpum ofaní baðkar heldur en uppúr.



Las í DV að einhver Kolla væri eyðslukló. Kolla er semsagt þýðing á Colleen McHugh, kærustunni hans Rooney fótboltakappa. Hélt samt að blaðamenn væru hættir að þýða erlend nöfn, nema auðvitað kóngafólksnöfnin, við tölum um Elísabetu, Karl, Margréti og Játvarð og svona. En við getum svosem byrjað á þessu aftur, hver segir að mannanafnanefnd geti ekki bætt við sig smá vinnu. Við verðum að minnsta kosti að reyna að finna hljómfögur og þjóðleg nöfn á "Íslandsvinina" okkar. Það er helst að eftirnöfnin reynist erfið en kannski óþarfi að kenna alla við föður og móður, eins lengi og nöfnin hljóma vel á ástkæra ylhýra. Konráð Suðurland, Dóra Músarleg, Davíð Aðalbjörn, Jósef Jakason, Eiríkur Klapparstígur og fleiri verða örugglega sátt við nýju nöfnin. Heita þessar stórstjörnur hvort eð er nokkuð sínum upprunalegu nöfnum?

Engin ummæli: