27. jan. 2005

Nýtt líf, dalalíf

Jæja þá er nýja lífið byrjað. Ný vinna, nýtt húsnæði, ný brauðrist (vantaði þriðja atriðið sko). Og kannski kominn tími á nýtt blogg. Ég hugsa samt oft til Bakarastrætis. Fékk einmitt póst frá Hobbitanum á gamlárs. Var ekki búin að heyra frá honum í háa herrans tíð. Dúllídúll.



Íbúðin mín er æææðisleg. Á þessum líka fína stað. Er búin að segja við útlendingana sem vilja senda mér bréf : " Just address it to Reykjavik Road, 101 Reykjavik and it will be no problem you know". Og nei, ég bý ekki í Hafnarfirði.



Vinnan er fín. Börnin eru dásamleg. Semsagt börnin í vinnunni. Unglinarnir. Fullorðna fólkið. Mér finnst brjálæðislega gaman að kenna sem er eiginlega vandamál. Kennarabarnið var auðvitað búið að ákveða að verða EKKI kennari. Æ þið vitið... öll læknabörnin sem verða læknar...



Þeim finnst samt ekki jafn gaman í skólanum og mér í vinnunni. Var með undirbúning fyrir próf í dag og var með seinni hlutann af tímanum í spurningar og sjálfsnám og svoleiðis. Þau máttu vera í tímanum og spurja út úr, fá upplýsingar um aðalatriði o.s.frv. En ég sagði að þau sem kynnu námsefnið upp á tíu mættu fara, annars mælti ég með að þau yrðu eftir og spöruðu sér vinnu um helgina. En nei. Það urðu tveir eftir í hvorum hópnum. Mamma mía. Ég þarf þá kannski að vera óspör á tíurnar? Svo hlógu bara hinir kennararnir að mér og spurðu hvort það væri ekki stutt síðan ég hefði verið í MH. Unglingar eru nefnilega með skerta skynjun. Ef þau heyra "þið megið fara" þá blokkast allt annað út...

Engin ummæli: