26. apr. 2006

Kaffi París

Eins og margir hafa tekið eftir er nýbúið að opna Kaffi París (Café Paris hvað) eftir breytingar. Fór þangað um daginn með vinkonu minni og fékk mér panini (sem reyndist vera baguette) sem var ágætt (sakna samt tuna-meltsins). Aðallega fannst mér samt gaman að fylgjast með ótrúlega fjölskrúðugu mannlífinu. Þarna voru mömmur og pabbar með ungana sína, fínar frúr, heldri menn, háskólanemar, ellismellar, kúrekar, útlendingar, þotulið, unglingar, gamlir vinir og nýjir að spjalla saman um allt og ekkert. Það er nefnilega oft þannig með nýja staði að það tekur þá smá tíma að finna sína fastagesti. Man að þegar Ólíver opnaði voru gamlir hippar og plastpíur saman á dansgólfinu (og allt þar á milli) þangað til ákveðið crowd tók yfir. Hef reyndar ekki farið þangað lengi en heyrði staðnum lýst sem "kjötmarkaði" um daginn. Það verður gaman að fylgjast með hvernig kúnnahópurinn breytist á Kaffi París.

Engin ummæli: