6. nóv. 2008

Dude, where's my car?

Fór í Bónus í gær sem er svosem ekkert sérstaklega merkilegt nema að ég fékk hálfgert taugaáfall á bílastæðinu með fjóra poka í höndunum. Ég fann hvergi bílinn! Nú hefur það gerst oftar en einu sinni eða tvisvar að ég get ómögulega munað hvar ég hef lagt en það gerist yfirleitt við verslunarmiðstöðvar eða niðri í bæ eftir hringsól í leit að stæði. En þarna var bílastæðið ekkert rosalega stórt og ég sá bara ekki bílinn! Orðið dimmt að vísu svo ég reyndi að skima eftir númerinu en allt kom fyrir ekki. Ég hélt að ég væri að missa vitið, mundi ekki betur en að ég hefði lagt bara í venjulegri fjarlægð frá búðinni. Þá datt mér auðvitað í hug að bílnum hefði verið stolið og ég hefði jafnvel skilið hann eftir ólæstan og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var orðið heljarinnar drama og ég alveg við það að fara að hringja í einhvern grenjandi til að láta sækja strandaglópinn.

Sé ég þá ekki í tunglsljósinu glitta í kunnuglegan eiturgrænan lit á einum bílnum, þótt ekki væri það dökkbláa Toyotan sem ég var að leita að. Þá LOKSINS rann það upp fyrir mér að ég var bara alls ekkert á dökkblárri Toyotu, enda var hún í viðgerð, heldur á nýja sæta græna (og afar umhverfisvæna) bílnum hennar mömmu sem ég var með í láni...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHA :D

Gott að þetta leystist samt að lokum sæta mín :-*

Þ.

Nafnlaus sagði...

Þú ert yndisleg Sólin mín:)

knús
sprellí