19. ágú. 2010

Flugur

 
Í síðustu viku las ég yfir bréf fyrir dásamlega samstarfskonu mína sem var að skipuleggja ráðstefnu.
- Af hverju koma sumir gestirnir á undan hinum? spurði ég meðan ég skoðaði dagskrána.
 
- Æ bara, út af flugum og svona.
 
- Flugum?! spurði ég hissa. Voru þetta áhugamenn um íslensku húsfluguna? Ætluðu ferðalangarnir að heimsækja Mývatn? Eða voru þeir að forðast geitungafaraldur í heimalandi sínu? 
-Hvernig flugum?
 
Samstarfskonan horfði skringilega á mig.
-Þú veist, þeir taka ekki allir sama flug. Ég er að tala um flugVÉLAR
 

-Jaaaá….

 

Svo hlógum við eins og vitleysingar og rifjuðum upp þegar hún sendi mjög virðulegan og formlegan tölvupóst á sínum tíma með fyrirsögninni Graðúrgangur. Það er svo gott að vita að maður sé ekki einn um að ruglast aðeins stundum J

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fékk einu sinni fjöldapóst frá ónefndu tómstundaúrræði aldraðra þar sem dagskrá sumarsins var skipt fallega niður á daga vikunnar.

Okkur í vinnunni fannst mikið til koma að kl. 9 á öllum miðvikudögum væri morgunfokk ....gott að vita að þjónustumiðstöðvarnar sjá fyrir öllu ;)

kv,
Hildur