1. sep. 2010

Gömul vinna og ný

Nú er allt að gerast í einu. Ein vinna að klárast, önnur hafin og skólinn byrjar á morgun. Ég á voðalega erfitt með að kveðja allt yndislega fólkið í vinnunni og er búin að eiga nokkra síðustu daga. Það er að segja, í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Það var líka síðasti dagurinn í gær... og líka á föstudaginn í síðustu viku. Þarf víst að sætta mig við að ég næ ekki að gera allt áður en ég hætti. Sé fyrir mér að ég endi eins og gaurinn í Office Space í kjallaranum, fyrir þá sem hafa séð þá mynd.
 
En semsagt, eins og ég hef stundum kvartað yfir löngu ferðalagi í vinnuna þá finnst mér greinilega mun erfiðara að hætta en ég hélt. Sem bitnaði til dæmis á aumingja tölvumanninum sem kom hingað áðan. Hann bjó sig undir að kveðja mig með handabandi en ég misskildi aðeins hreyfinguna og gaf honum rembingskoss á kinnina og faðmaði hann innilega. Fattaði svo að þetta var ekki alveg það sem hann átti við og að sjúklega vandræðalegt móment væri í uppsiglingu en reyndi að bjarga þessu, lét eins og ekkert væri og þakkaði fyrir samstarfið. Ja við unnum nú eiginlega ekkert saman sagði hann rauður í framan og hrökklaðist út af skrifstofunni.
Kannski ég ætti bara að láta þetta verða síðasta síðasta daginn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha....yndislegt! Hef lent í þessu sama oftar en einu sinni - maður dettur bara í einhvern gír

kv,
Hildur

Þóra Marteins sagði...

Til hamingju með breytta tíma sætust. Hlakka til að sjá þig sem fyrst :-*

Þ.