24. nóv. 2006

Arg!

Ég hef ekki tíma til að vera veik :(

19. nóv. 2006

Sætasta kanína í heimi




Rúsína er semsagt komin með YouTube síðu . Það er reyndar Útlendingurinn sem stendur á bak við þetta en ekki ég...

Næstsætasta kanína í heimi

Þetta er ótrúlega krúttleg og kelin kanína...

Og það varð ljós

Nú er ég búin að búa á Reykjavíkurveginum í tæp tvö ár. Í sumar lenti ég í því að ljósið í eldhúsinu bilaði. Og nei, það þurfti ekki bara að skipta um peru (ég reyndi það). Ég fékk rafmagnsverkfræðing til að kíkja á þetta og hún sá ekki að neitt væri augljóslega að. Jæja þannig að þegar fór að dimma í haust lenti ég í vandræðum og ákvað að í stað þess að fá rafvirkja væri ódýrara að kaupa lampa í eldhúsið. Svo var eitthvað vesen með það, hvar átti lampinn að vera, hvar gat ég stungið honum í samband, var með vitlausa peru í honum og fleira. Var svo loksins komin með þetta allt á hreint í síðustu viku og nýbúin að kaupa rétta peru í lampann þegar ég rek seríós pakka utan í innréttinguna (svona undir eldhússkápana). Allt í einu kviknar þetta dýrindis ljós! Það er semsagt annað ljós í eldhúsinu mínu, svona eftir innréttingunni endilangri sem er miklu betra heldur en gamla ljósið var sem bilaði. Soldið sein að fatta.

Önnur æsispennandi færsla eða þannig. Ekki skrýtið þótt maður hafi verið í bloggpásu!

16. nóv. 2006

Slef





Þessi grein útlistar nákvæmlega af hverju Josh Holloway/Sawyer er svona hot þannig að ég þarf ekki að gera það. Ahhh....

Kringluferð

Fór í Kringluna í dag í fyrsta sinn í laaangan tíma og það var bara fínt. Fékk útrás fyrir mína innri eyðslukló í Tiger og keypti jóladót og skemmtilegheit fyrir voða lítinn pening. Gekk svo frá ýmsum málum hjá Símanum svona til að reyna að spara pening og keypti batterí í brunaboðann þannig að samviskan er tandurhrein eftir þessa ferð. Eina sem pirraði mig voru hrægammarnir fyrir utan KBbanka sem hrópa á eftir manni einhver slagorð til að reyna að fá mann í viðbótarlífeyrissparnað eða hvað það nú er. Mér finnst það eitthvað svo óþægilegt þannig að ég tók á mig risakrók til að komast úr einum enda kringlunnar yfir í hinn. Frekar hallærislegt.

Mikið var þetta nú spennandi færsla eða þannig.

14. nóv. 2006

Bloggpása hvað?

Er búin að blogga svona milljón sinnum í huganum (kannast ekki einhver við það)? en fékk núna skyndilega yfirþyrmandi löngun til að blogga svona "í alvöru". Samt um ekki neitt. Á maður annars ekki að nýta tækifærið á meðan maður er enn nemi og láta allt flakka á opnu bloggi? Hef reyndar séð nokkur blogg kennara og sálfræðinga og þau eru bara alveg passlega persónuleg og skemmtileg. Annars er fínt að fara í bloggpásu, þá hættir fólk að lesa bloggið og maður getur skrifað bull óáreittur í smá tíma :)

Ég er annars farin að telja niður dagana til jóla. Réttara sagt til 16. desember en þá fer ég til Útlendingsins í heimsókn. Þá verða komnir 105 dagar síðan við sáumst síðast, sem er það lengsta í tveggja ára fjarbúðarsögu okkar (og sem er auðvitað fáránlega langt). En fjarlægðin gerir fjöllin blá og símareikningana háa. Held að málið sé að skype-væðast sem fyrst, auðvitað hneyksli að ég sé ekki með nettengingu heima hjá mér.

Jæja, ætli málið sé ekki að blogga oftar og minna í staðinn fyrir að missa sig alveg í að telja upp allt sem á dagana hefur drifið. Segjum það.