16. nóv. 2006

Kringluferð

Fór í Kringluna í dag í fyrsta sinn í laaangan tíma og það var bara fínt. Fékk útrás fyrir mína innri eyðslukló í Tiger og keypti jóladót og skemmtilegheit fyrir voða lítinn pening. Gekk svo frá ýmsum málum hjá Símanum svona til að reyna að spara pening og keypti batterí í brunaboðann þannig að samviskan er tandurhrein eftir þessa ferð. Eina sem pirraði mig voru hrægammarnir fyrir utan KBbanka sem hrópa á eftir manni einhver slagorð til að reyna að fá mann í viðbótarlífeyrissparnað eða hvað það nú er. Mér finnst það eitthvað svo óþægilegt þannig að ég tók á mig risakrók til að komast úr einum enda kringlunnar yfir í hinn. Frekar hallærislegt.

Mikið var þetta nú spennandi færsla eða þannig.

Engin ummæli: