14. nóv. 2006

Bloggpása hvað?

Er búin að blogga svona milljón sinnum í huganum (kannast ekki einhver við það)? en fékk núna skyndilega yfirþyrmandi löngun til að blogga svona "í alvöru". Samt um ekki neitt. Á maður annars ekki að nýta tækifærið á meðan maður er enn nemi og láta allt flakka á opnu bloggi? Hef reyndar séð nokkur blogg kennara og sálfræðinga og þau eru bara alveg passlega persónuleg og skemmtileg. Annars er fínt að fara í bloggpásu, þá hættir fólk að lesa bloggið og maður getur skrifað bull óáreittur í smá tíma :)

Ég er annars farin að telja niður dagana til jóla. Réttara sagt til 16. desember en þá fer ég til Útlendingsins í heimsókn. Þá verða komnir 105 dagar síðan við sáumst síðast, sem er það lengsta í tveggja ára fjarbúðarsögu okkar (og sem er auðvitað fáránlega langt). En fjarlægðin gerir fjöllin blá og símareikningana háa. Held að málið sé að skype-væðast sem fyrst, auðvitað hneyksli að ég sé ekki með nettengingu heima hjá mér.

Jæja, ætli málið sé ekki að blogga oftar og minna í staðinn fyrir að missa sig alveg í að telja upp allt sem á dagana hefur drifið. Segjum það.

Engin ummæli: