19. nóv. 2006

Og það varð ljós

Nú er ég búin að búa á Reykjavíkurveginum í tæp tvö ár. Í sumar lenti ég í því að ljósið í eldhúsinu bilaði. Og nei, það þurfti ekki bara að skipta um peru (ég reyndi það). Ég fékk rafmagnsverkfræðing til að kíkja á þetta og hún sá ekki að neitt væri augljóslega að. Jæja þannig að þegar fór að dimma í haust lenti ég í vandræðum og ákvað að í stað þess að fá rafvirkja væri ódýrara að kaupa lampa í eldhúsið. Svo var eitthvað vesen með það, hvar átti lampinn að vera, hvar gat ég stungið honum í samband, var með vitlausa peru í honum og fleira. Var svo loksins komin með þetta allt á hreint í síðustu viku og nýbúin að kaupa rétta peru í lampann þegar ég rek seríós pakka utan í innréttinguna (svona undir eldhússkápana). Allt í einu kviknar þetta dýrindis ljós! Það er semsagt annað ljós í eldhúsinu mínu, svona eftir innréttingunni endilangri sem er miklu betra heldur en gamla ljósið var sem bilaði. Soldið sein að fatta.

Önnur æsispennandi færsla eða þannig. Ekki skrýtið þótt maður hafi verið í bloggpásu!

Engin ummæli: