7. maí 2007

Beibís...

Ég sit núna á kaffihúsi og það er lítið barn á næsta borði sem er að gera mig gjörsamlega brjálaða. Já ég veit að lítil börn eru sætust í heimi og allt það. En þetta barn er með dót sem spilar lag. Leiðinlega, glymjandi, háværa melodíu þegar dótið er hrist. Og dótið er mikið hrist. Og lagið er mikið spilað. Aftur og aftur og ATFTUR. Arg! Svo hlær barnið og allir brosa bara á móti og enginn segir neitt við mömmuna. Oh nú er það að horfa á mig. Veit að ég er að skrifa um það. Ok þetta er pínu sætt barn. En bara pínu. Nú er það farið að stara. Jæja þá, þetta er voða sætt barn.

Stundum held ég að mæðrum finnist konur skiptast í tvo hópa. Mæður og ekki mæður. Samkvæmt mæðrunum geta ekki-mæðurnar ekki haft skoðun á nokkrum sköpuðum hlut þegar kemur að börnum eða barnauppeldi. Þannig að mæður eiga eftir að láta þessa færslu sem vind um eyru þjóta og segja að þetta breytist allt ef og þegar ég muni eignast börn. So be it.

Engin ummæli: