1. maí 2007

Kósíheit í kofanum

Harpa bloggar um Sumarhöllina sem er líka annað heimili mitt þessa dagana.

Sumarhöllin er kofi á bílastæði á horninu á Hjarðarhaga og Suðurgötu en leigubílstjórar og pizzasendlar eiga samt í stökustu vandræðum með að finna hann. En af því að ég eyði, grínlaust, yfirleitt minnst 12 tímum á dag hérna er ég búin að reyna að gera heimilislegt. Er að átta mig á því að ég hef kannski gengið aðeins of langt í því. Stelpurnar sem deila með mér herbergi gera að minnsta kosti mikið grín að þessu. Ég er með til umráða tvo fermetra þar sem eru fyrir skrifborð og stóll. Á þessu svæði er ég með í augnablikinu:

Tvo lampa (einn skrifborðs og einn með rauðu ljósi), græna ljósaseríu, nuddtæki, væmna bangsamynd í ramma, kort af heiminum, vasa með gerviblómum, tvo seríóspakka, eggjaklukku, Fréttablaðið, Blaðið, 26 hljómsveitarpóstkort, sparibol, módel af heila, geisladiska, dagbók, sjal, kerti, bolla, bollasúpupakka, þrjár gerðir af tei, bodyspray, bingókúlur, eyrnatappa, tvo USB lykla, strepsils, skæri, yddara, gatara, pennaveski, bókamerki, garfield límmiða, tissjúpakka, síma, tösku með sunddóti, tvo poka fulla af tómum flöskum, poka með kexi, djús, sódavatni og vítamínum, inniskó, gólfmottu, tvær möppur fullar af greinum, skólatösku, aukaskó, flísteppi, epli, appelsínu, líter af af pepsi max, bjór, plastglas og glerglas, síma, plakat af John Travolta, plakat af Jim Morrison, plakat af ljótum kalli með súkkulaði fyrir typpinu, kennaratyggjó, venjulegt tyggjó, eyrnalokk (hinn týndist), þrjár krónur, penna, fullt af lausum blöðum, síma og tölvu.

Þetta er fyrir utan það sem ég er með í hillunum (bækur, Magic birgðir, plastglös/diska, jóladót ofl.) og í ísskápnum.

Ef ég væri með rúm og tannbursta gæti ég búið hérna.

Engin ummæli: