7. sep. 2009

Truntan og Transylvania

Ég fór aftur að fá missed calls frá síðhærða, appelsínugula og ágenga einkaþjálfaranum sem ég bloggaði um fyrir einhverju síðan. Eins og glöggir lesendur muna var ég nær dauða en lífi eftir tímann hans þegar hann kríaði út símanúmerið mitt - í söluhugleiðingum aðallega, svo það sé nú tekið fram. Hann vofir stöðugt yfir á líkamsræktarstöðinni, sem er of lítil til að ég nái að forðast hann með góðu móti. Ég reyni yfirleitt að vera ofsalega einbeitt með iPodinn á hlaupabrettinu ef hann nálgast og var um daginn að hugsa um hvort ég ætti ekki bara að segjast hafa týnt símanum ef hann myndi spyrja mig af hverju ég væri ekki að svara honum. Eftirá að hyggja hef ég þarna líklega kallað símaóhappið yfir mig sjálf, svona út frá andlegum pælingum a la Secret um að hugsanir manns sendi skilaboð út í alheiminn og verði að veruleika. Sem ég trúi reyndar takmarkað á, þótt ég trúi reyndar á mátt þess að hugsa jákvætt.

Ég skráði mig á erlenda deiting síðu um daginn, aðallega í tengslum við annað utanvinnuverkefni sem ég tengist aðeins. En jú jú líka til að skoða sætu útlensku strákana og hugsanlega til að kynnast nýju fólki þótt ég sé nú ekki í því enn sem komið er að senda neinum skilaboð. Síðan er með skemmtileg sjálfspróf og er ágætis tímaþjófur þegar maður er kominn með leið á facebook. Er svona að pæla í ýmsum fídusum þarna, þar á meðal matchinu, en síðan "mælir með" hinum og þessum kandídötum fyrir mann. Nema hvað að þarna birtist skyndilega maður sem passaði við mig upp á rúm níutíu prósent og það var ekkert Computer says no heldur sagði tölvan þvert á móti að þarna væri hann lifandi kominn sálufélagi minn. Meintur sálufélagi fékk greinilega líka þessa meldingu, lýsti yfir áhuga og bíður nú eftir að ég svari sér. Hann er hávaxinn, þrjátíuogeitthvað, ógiftur, gagnkynhneigður og virkar bara nokkuð skemmtilegur og áhugaverður. Það er bara eitt sem stuðar mig svo um munar, sem er að hann er klæðskiptingur. Sem ég veit ekki alveg hvað mér finnst um, enda hef ég bara aldrei pælt í því hvort það sé deal breaker. Ekki það að ég sé að fara að hitta þennan mann, hvað þá að deita hann, er bara að spá í hvort ég eigi að svara meilinu hans. Hummm... En svona á almennum nótum, þá spyr ég þig kæri lesandi (og nú á ég aðallega við gagnkynhneigðu stelpurnar). Myndi það trufla þig að deila fataskáp með þínum heittelskaða?

5 ummæli:

Anna Pála sagði...

Það fer eftir því hversu flottur transi hann er. Þú ættir kannski að biðja um myndir af honum í fullum skrúða :) Myndi samt krefjast þess að hann keypti sér eigin föt og léti mín í friði takkfyrirtakk!

Í sumar las ég reyndar svakalega entertaining bók þar sem ýmiss konar skemmtilegir transar komu við sögu, bestsellerinn This Charming Man og ekki láta ofurhallærislegan titilinn plata þig, virkilega skemmtileg, fyndin og líka alvarleg chicklit

Anna Pála sagði...

..já og svo myndi náttúrulega skipta svakalegu máli hvort hann hefði þörf fyrir að transast einu sinni í mánuði eða daglega! Það gefur líka auga leið. Og hvort hann væri líka virkilega hot og macho karlmenni :)

Þóra Marteins sagði...

Það væri allavega ekki 'turn-on' að deila fataskáp með kærastanum. Það skiptir líka máli hversu oft....

Verð nú samt að viðurkenna fordóma mína hérna. Ég myndi seint byrja að deita gaur sem ég vissi að væri transi. Staðan væri mögulega önnur ef við værum búin að deita í einhvern tíma (og mér finndist hann æði) og þá myndi hann deila þessu með mér....

Nafnlaus sagði...

sammála síðasta ræðumanni. Held að það þurfi að vera mikill áhugi og a.m.k. vottur af einhverjum tilfinningum til að geta verið í sambandi með klæðskiptingi, svo líklega væri betra að fá að heyra það eftir einhvern tíma (?). Og svo væri fötin mín algjörlega off limits!

kv,
Hildur

Sólrún sagði...

Takk fyrir ábendinguna Anna Pála, kíki á þessa bók :) Og mér skilst einmitt að transþörfin sé mánaðarleg hjá þessum sem ég var að tala við og að þetta sé eitthvað fetish dæmi. Finnst þetta aðallega áhugavert bara.

Er annars sammála ykkur um að það séu ýmsir þættir sem skipta máli varðandi hvort þetta væri deal breaker eða ekki. Þakka góð svör :)