28. jún. 2010

Medúsa

Ég splæsti í litun og plokkun á stofu fyrir ammó sem ég hafði ekki gert síðan disasterið varð í spa-inu í Laugum síðasta haust. Þá notaði snyrtidaman vax á mig í fyrsta sinn á augabrúnirnar og ég varð öll stokkbólgin og bólótt lengi á eftir. Ræddi þetta við snyrtifræðinginn vinkonu mína sem ég fór til í síðustu viku sem sagði mér að líklega hefði vaxið bara verið svona heitt og þetta ætti ekki að koma fyrir.

Viðvörun: Ekki fyrir viðkvæma/klígjugjarna!

Var svona aðeins rauð á eftir en ekkert til að tala um - hjúkk - nema hvað eftir tvo daga fór ég að springa út af bólum milli augabrúnanna. Ekki bara venjulegum bólum, heldur hvítum bólum! Og ekki bara nokkrum hvítum bólum - heldur heilum helling! Stíflaðar svitaholur í massavís sem litu út eins og það væru litlir ormar að fara að skríða út úr höfðinu á mér. Svona eins og ég væri með njálg milli augnananna! Mér leið eins og ég væri að breytast í ógeðslegra afbrigði af Medúsu - skrímslasysturina úr grísku goðafræðinni sem var með snáka í stað hárs á höfðinu.


Ok - ég er kannski að færa aðeins í stílinn. En þetta var samt ljótt. Ég var ekki með þolinmæði í að bíða og sjá og ekki virtist vera hægt að kreista ormana fram. Ég brá því á það ráð að skrúbba og nudda - sem leiddi til þess að á ennið var komið flakandi sár, sem andstætt við njálginn var ekki hægt að meika yfir.

Frábært.

Ég mátti þó þakka fyrir að vera með topp sem huldi skelfinguna að hluta til en bölvaði því að vera nýbúin að klippa aðeins af honum. Hélt mig því innandyra mestalla helgina.

Held í kvöld svei mér þá að þetta sé að verða farið. Mig er farið að þyrsta í Operation Sumarfrí, sem átti að fara fram að miklu leyti utandyra eða á kaffihúsum miðborgarinnar. Sjáum hvað vikan ber í skauti sér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

legg aldrei í vaxið á þetta svæði...veit ekki hvort ég sé jafn viðkvæm en það væri bara svo típískt fyrir mig að lenda í "slysi" og hálf augabrúnin færi af ;)

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Hahahaha.... þú ert svo mikill snilldarpenni ;)

Knúsímús
Soffía

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo frábær penni :)

Knúsí mús
Soffía

SOL sagði...

Hildur ji ég hef aldrei haft áhyggjur af því! En mun hafa það næst! þótt ég efist um að ég leggi í þetta aftur.

Takk Soffía mín og sömuleiðis, er einmitt voða glöð að þú sért farin að blogga meira sjálf :)