2. okt. 2012

Meistaramánuður - dagur 2

Úff hvað ég vaknaði ómeistaraleg í morgun. Á degi tvö takk fyrir! Á maður kannski bara að gefast upp strax?  Snúsaði frá 7:30 til 8:45 takk fyrir og mætti í vinnuna 9:15. FAIL! En mér til varnar var ég að vinna frameftir og gat svo ekki sofnað fyrr en kl. 3. 

Mataræðið var svona skítsæmilegt þannig séð, að minnsta kosti enginn skyndibiti eða nammi eða gotterí. Vigtin segir upp á gramm (já eða hundrað grömm) það sama og fyrir tveimur vikum síðan. Var svo búin að bóka fundi í vinnunni á þann hátt að ég komst ekki í hádegisjóga. Er sextíu mínútum af hreyfingu í mínus. 

Það sem var yndislegt og ástríkt var að hitta ma og pa, litlu systur og yndislegu systurbörnin í mat, já og símtal frá Freyju minni í kvöld. Það var hins vegar ekki jafn skemmtilegt að bíða í að því er virtist óendanlega lengi í símabiðröð hjá Arion banka, Símanum og Tollinum til að reyna að borga reikninga sem birtust ekki í heimabankanum. Hversu lengi getur maður eiginlega verið númer 8 í röðinni? Hefði átt að skipta þessum hringingum niður á fleiri daga. 

Svo er ég sannfærð um að Myndarlegi maðurinn sem veit ekki einu sinni hvað ég heiti sé hrifinn af (lofaðri) kunningjakonu minni. Er kannski að lesa of mikið í líkamstjáningu og augnsamband. En ég meina ég hefði líka horft í augun á henni frekar en á mér í dag, er með augnsýkingu og hálf zombie-vampírulúkkið er kannski ekkert sérstaklega sexý ef maður er ekki að leika í Twilight mynd. 

Jæja þá er blogg - markmiðið uppfyllt fyrir dag tvö. Tékk! 

Engin ummæli: