4. okt. 2012

Meistaramánuður - dagur 3

Jæja þetta fer að verða svolítið þreytt, er ekkert sérstaklega spennt fyrir að skrifa endalaust um svefnvenjur og mataræði. En þetta er ágætis dokjúmentasjón auðvitað. Og þjálfar skrifvöðvana!

Snúsaði vel og lengi, er búin að skipta snúshljóðinu í engisprettu- og hörpuhljóð og þetta er bara yndislegt að vera svona milli svefns og vöku, úff. Náði nú samt að fara á fætur 7:45 og mæta 8:45 sem er samkvæmt markmiði.

Búst í morgunmat, fiskur í hádeginu og kjúklingur í kvöldmat. Er reyndar ostsjúk (betra en ástsjúk?) og missti mig aðeins í parma- og fetaostinum en hey, ekkert nammi! Tókst meira að segja að meðhöndla, bera á borð og sitja fyrir framan súkkulaði og súkkulaðikex án þess að fá mér. Árangur! Fann samt fyrir nammilöngun í dag í fyrsta sinn í mánuðinum (ok það eru bara liðnir þrír dagar en samt...).

Smá vonbrigði á sviði ástarinnar sem voru samt liklega fyrir bestu. Já og Myndarlegi maðurinn reykir sem er eiginlega deal-breaker þannig að ég ætla bara að horfa á hann úr (lengri en þef-) fjarlægð.




Engin ummæli: