5. okt. 2012

Meistaramánuður - dagur 4

Langt snús að vanda (mig langar ekki einu sinni að hætta því!) en tókst samt að vakna á nóinu og mæta í vinnunna 8:55 - tékk!

Var boðið upp á hnetusmjörssúkkulaði og bjór í heimsókn hjá dásamlegri vinkonu í kvöld en neitaði! Afrek dagsins nammibindindislega séð átti þó sér stað í kennslustund fyrr í dag eftir að ég bað nemendur um að giska á fjölda Skittles sem ég hafði sett í sultukrukku. Giskið þjónaði þó leyndum tilgangi og það var mikið svekkelsi þegar ég upplýsti um það að ég hefði ekki hugmynd um nammifjöldann. Þannig að ég reyndi að bæta upp fyrir það með því að telja - 318 Skittles (þrisvar) upp úr krús án þess að stinga einu einasta upp í mig.

Það sem tókst sérlega meistaralega vel í dag var að bakka í stæði svona samsíða - tvisvar! Hægri bakk og vinstri bakk þar að auki.

Það sem tókst sérlega ómeistaralega var eiginlega það að ég horfði á hinn skelfilega, skelfilega þátt Bridalplasty seint um kvöld í gær. Reyndi að bæta það upp með að horfa á hinn fallega og heilsteypta þátt Everwood í kvöld. Er algjör sökker fyrir svona small-town drama þáttum, Gilmore Girls, Hart of Dixie, Men in Trees og svona.

Svo er það bara draumalandið... sjáum hvaða freistingar fyrsta októberhelgin hefur í för með sér!

Engin ummæli: