7. des. 2006

Bakstur og brúðkaup

Sá risastóran nýjan fæðingarblett á bringunni þegar ég var að bursta tennurnar á þriðjudagskvöld. Hörmungarhugsunin fór strax í gang og ég var strax komin í geislameðferð í huganum og farin að velta fyrir mér hvað þetta yrði stórt ör. Nema hvað þegar betur var að gáð þá var þetta Nóa Síríus Konsum suðusúkkulaði... við Brynja vorum nebblega í sörubakstri um kvöldið. Og það fór súkkulaði út um allt. Þær eru ekkert sérlega fallegar greyin, myndi ekki senda þær í America's Next Top Cookie, en alveg ágætar á bragðið. Namminamm.

Annars var verið að bjóða mér í brúðkaup til New York í mars, vei vei vei! Vona að ég geti farið. Það er svo mikið af skemmtilegu fólki í New York. Má samt ekki segja hver er að fara að gifta sig á netinu þannig að það verður bara að vera leyndó. Kannski er ég að fara í leynilegt brúðkaup hjá fræga fólkinu, hver veit.

Engin ummæli: