21. des. 2006

Þegar Trölli stal jólunum



Í dag mun ég hefja leit að anda jólanna þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Ég var komin í afskaplega mikið jólaskap fyrir nokkrum vikum, setti upp jólatré, bakaði sörur með Bryn, fékk síðan kennslu í að gera sörur með mömmu (hefði líklega að vera betra að fá hana fyrst)... En síðan þurfti ég að sökkva mér niður i verkefni og ritgerðir og þótt ég sé í London þá hef ég ekkert gert nema læra!

Í dag verður hins vegar breyting á, enda ekki seinna vænna. Ég ætla út í rauðu kápunni minni að kaupa jólagjafir á Oxford Stræti. Að sjálfsögðu með i-podinn á fullu. Þannig losna ég við allan hávaðann og get ímyndað mér að ég sé Natalie í Love Actually. Það er nefnilega merkilegt hvað tónlist gerir mikið fyrir stemninguna - já ég veit, ekkert sem kemur á óvart en samt. Ég tók eiginlega ekki almennilega eftir þessu fyrr en ég horfði á (stolna) kvikmynd þar sem tónlistina vantaði óvart. Ég var í fyrsta sinn með i-podinn í lestinni í vikunni og það var bara allt önnur stemning. Ég lifði mig bara inn í litlu kvikmyndina mína - og þá var líka svo gaman að horfa á fólkið í lestinni og velja hverjir ættu að vera aukaleikarar. En það var ekki jafn gaman þegar fólk tók eftir að ég var að horfa á það og annað hvort forðaði sér eða starði óhugnalega fast á móti. Úps.

Engin ummæli: