11. apr. 2009

Pólitík, erótík og tíkin sem skildi við Mel

Ég er í smá blogg-tilvistarkreppu sem felst í því að ég er í hálfgerðum mínus vegna lágmenningarlegs blogginnihalds. Hvert sem litið er eru bloggpennar að skrifa af eldmóð um efnahagsástandið, spillingu stjórnmálaflokka og Draumalandið. Þeir nýta tækifærið til að láta rödd sína heyrast og eru að leggja sitt af mörkum í þjóðfélagsumræðuna. Ekki það að ég hafi ekki skoðun á málinu, verð bara stundum svo þreytt á þessu öllu saman að ég horfi og hlusta helst ekki á fréttir nema þær tengist einhverju alls ótengdu pólitík eins og hvort Belgi í haldi lögreglu sé búinn að hafa hægðir eður ei. Heyrði t.d. samstarfskonu mína segja í hádeginu fyrir helgi Krónan er bara að hrynja. Ég hváði og varð mjög æst yfir þessum fréttum, spurði hvar hún hefði heyrt það. Ja, þetta er bara í öllum fréttum sagði hún undrandi. Tók mig smástund að átta mig á að hún var að meina íslensku krónuna í efnahagslegum skilningi. Ég hafði skilið það þannig að húsið sem hýsir nýju Krónuverslunina beint á móti vinnustaðnum væri að hrynja....

Aðrir bloggarar skrifa hámenningarlega leikhúsgagnrýni, girnileg erótísk matarblogg eða krúttlegar lýsingar á nýjustu afrekum erfingjanna. Ég sé ekki alveg fyrir mér að ég fari út í slíkar pælingar. Það glampaði á gullinbrúna flatbökusneiðina í örbylgjuofninum og olían draup af snarkandi pepperóníinu á meðan sneiðin snerist hring eftir hring...

Þannig að ég er bara að hugsa um að halda áfram að vera með plebbablogg enda unglingur í anda og barn í hjarta. Mun því enn um sinn blogga um ástir og örlög. Ég get til dæmis sagt ykkur að ég er niðurbrotin eftir að hafa lesið um skilnað Mel Gibsons við konuna sína til 28 ára (eiga 7 börn saman!). Hvar er ástin? Hvor er livet? Hvor er veskan mín!

10 ummæli:

Blaðran sagði...

Ég er alveg með þér í þessu elskan, bara blogga um skrýtna fólkið í sundi og misheppnuð ástarævintýri. Nenni ekki að vera menningarleg eða pólitísk, vil bara vera shallow og skemmtileg ;-) Og hugsanlega þunglyndisleg á köflum.....

Nafnlaus sagði...

Ég skellihló upphátt í opna rýminu hér í vinnunni! Vinnufélagarnir í sjálfu sér löngu hættir að kippa sér upp við það eða spyrja út í innihald húmorsins eftir að ég fór hamförum í að útskýra hvað væri svona fyndið við hitt og þetta Eurovisionlag hér fyrr á árinu :)

Persónulega finnst mér ágætt að eiga "frí"-blogg þar sem ég pólitík og efnahagsmál eru ekki rædd.

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Bloggið þitt er frábært og má ekki við neinum breytingum :)

Knús
Soffía

Þóra Marteins sagði...

Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt sæta. Ekki breyta neinu :-*

Nafnlaus sagði...

Eru þau skilin?!!!!???

Ertu ekki að grínast!!!??!

Ok, þarf að fara að fylgjast betur með, þetta eru nýjar fréttir fyrir mér!

Spurning um að bookmarka Perez aftur.

Magnea

Anna Pála sagði...

Ég myndi nú líka skilja við mann sem myndi gera mér 7 börn, flottur rass eður ei!

Nafnlaus sagði...

Tæknilega séð er Britney víst orðin tíkin núna...a.m.k. að mati eiginkonunnar

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Alls ekki að vera með móral Sólrún mín, bloggið þitt er snilldarlegt og eitt af fáum sem ég fer reglulega á :-)

Hlakka til að sjá þig í maí!

Knús, Brynz

Sólrún sagði...

Ég þakka stuðninginn stelpur :) og já heimildum ber hvorki saman um hvort börnin séu 6 eða 7 eða hvort það hafi verið Britney eða rússnesk fyrirsæta sem kom upp á milli Mels og eiginkonunnar. Magnea þú þarft ekki einu sinni að lesa Perez, Vísir og MBL eru nóg, bókmerkir bara "Fólk" hlutann ef þú vilt losna við fréttir af framboðum og fíknó og :)

Freyja sagði...

Bloggið þitt er langskemmtilegast. Það eina sem kemur manni í gott skap eftir allar þunglyndis fréttirnar endalaust í sjónvarpi og blöðum.