10. sep. 2009

Sögur af frumskógi á fæti, ástarbréfum og klúbbastarfi

Ég uppgötvaði á miðjum fundi í vinnunni (í kvartbuxum, berleggjuð og með krosslagðar lappir) að ég hefði gleymt að raka á mér aðra löppina. Nema að ég hafi rakað sömu löppina tvisvar, sem kæmi mér ekki á óvart þar sem ég er afar utan við mig á köflum. Getur svosem vel verið að enginn hafi tekið eftir þessu (enda svo heppin að vera með frekar ljós og fíngerð líkamshár) en ég fór í hálfgerða kleinu og reyndi að setjast með eðlilegum hætti á loðna legginn sem gekk vægast sagt illa (held hins vegar að allir hafi tekið eftir því).

Síðan þar sem ég kynntist brjóstahaldaraklæddum sálufélaga mínum er endalaus uppspretta skemmtiefnis. Hef fengið nokkur stórskemmtileg bréf. Hér eru nokkur bréfabrot (frá mismunandi mönnum).

- I am honset looking for honset wome for good famli.
- It would be honour if u include me in the circle of friendship. Wishing you prosperity, peace and harmony in life
- Dont worry,I am not pervert and I am not searching a woman for cyber sex or other things.I want to have chat and I want to be friend only.

En til að gera nú ekki bara grín að sjálfri mér verð ég að segja að haustið leggst annars bara ótrúlega vel í mig, elska þessa kósíkertaljósateppa stemningu sem árstíminn hefur í för með sér. Systir mín elskulega uppáhaldið mitt er að koma til landsins á morgun og verður í heilar þrjár vikur sem er algjört æði. Það verður síðan nóg að gera í félagslífinu í vetur, work hard play hard stemningin held ég bara. Fyrir utan venjulegu vina/fjölskylduhittingana og sund/skokk/djamm/pöbb quiz/kaffihús skemmtilegheitin er "klúbbastarfið" að fara á fullt. Menningarklúbburinn hefur fest kaup á kortum í Borgarleikhúsið og því verður farið minnst fjórum sinnum í leikhús í vetur, byrjum á Djúpinu í lok sept. Kvikmyndaklúbburinn Golden Oldies er aftur kominn á fullt skrið og erum við nýbúnar að horfa á Last Tango in Paris (sem var undurfurðuleg en svosem cult must-see). Næst á dagskrá hjá okkur er Rebel without a cause. Svo er súkkulaðiklúbburinn að fara að hittast í október, heilsuklúbburinn hittist vikulega, saumaklúbbshittingar verða vonandi reglulegir og svo framvegis. Bara gaman :)

2 ummæli:

Þóra Marteins sagði...

Mikið öfunda ég þig að vera með fín, ljós hár á löppunum.
Ég er með kolsvört og gróf (þýsk) hár á mínum löppum og nóg af þeim meira að segja....

Nafnlaus sagði...

hlakka til að "menningast" með þér í leikhúsinu Sólrún mín! :)

kv,
Hildur