12. mar. 2007

Hitt og þetta

Ipodinn minn er farinn að verða eins og gemsinn, einn af þessum hlutum sem ég skil ekki hvað ég gerði án áður en ég fékk hann. Ipodinn er meira að segja orðinn svo samvaxinn á stundum að ég er hætt að taka eftir því hvort hann er þarna eða ekki. Tala mjög hátt við annað fólk með iPodinn í eyranu (án þess að fatta að ég sé með kveikt á honum) eða söngla mér sjálfum mér playlista (án þess að fatta að ég sé ekki með kveikt á honum).

Frelsarinn sjálfur birtist mér í formi tannlæknis um helgina. Hann ætlar að fjarlægja harðjaxlinn vin minn strax á föstudaginn kemur. Þannig að senn verður komið að kveðjustund. Ætli næsti jaxl við hliðina á eigi nokkuð eftir að sakna litla bró, hugsa að hann verði bara plássinu feginn.

Sá nokkra flissandi útlendinga stilla sér upp fyrir framan búð á Laugaveginum um helgina. Var að velta fyrir mér hvaða uppstilling væri svona spennandi þegar ég áttaði mig á að það var sennilega húsnúmerið sem heillaði. Það var nefnilega skrifað með bókstöfum og stóð skýrt og greininlega LAUGAVEGUR SEX.

Engin ummæli: