9. mar. 2007

Home sweet home

Já ég er komin aftur. Og ekki lengur veik, bara bólgin öðru megin í framan. En það er út af endajaxlinum vini mínum sem kjálkaskurðlæknirinn ætlar vonandi að fjarlægja von bráðar. Fæ samt ekki tíma í skoðun fyrr en eftir rúma viku þannig að það er eins gott að venjast nýja lúkkinu. Sem betur fer er ég svo kringluleit hvort eð er að það tekur enginn eftir undirhöku nr. 2 öðru megin í framan nema ég bendi þeim á það.

En jæja, ferðasagan. Hún bíður kannski bara betri tíma. Get eiginlega ekki birt myndir á blogginu því brúðurin er með persónuverndarissjú. Sem ég skil svo sem vel. En það var ógó gaman. Og ég datt ekki á leiðinni inn kirkjugólfið. Og ég drakk kampavín í limmó. Og brúðhjónin fóru með okkur á pöbbinn eftir brúðkaupið í uppáklædd. Og New York er æði pæði.

Engin ummæli: