20. mar. 2007

Úti að aka


Í dag var svona... einn af þessum dögum.

Þið vitið. Þegar mann langar bara að leggjast undir feld. Sem er sjaldnast möguleiki í stöðunni á svona dögum.

En jæja. Það var nú eitthvað farið að hýrna yfir mér þegar ég fór á námskeið í kvöld. Klukkan 22 var ég að fara heim, labbandi eins og venjulega, enda stutt að fara. Afþakkaði meira að segja far. Fattaði svo að ég var ekki með vettlinga og húfu eins og vanalega og fannst leiðin heldur löng allt í einu í hálkunni. Það var kalt og ég var þreytt og pirruð, með níðþunga tösku. Var þess vegna hrikalega fegin að sjá loksins í útidyrahurðina. Hélt utan um lyklana í vasanum síðustu metrana og umlaði "alveg að koma, alveg að koma".

Nema hvað þegar ég tek lyklana upp úr vasanum þá sé ég að þetta eru bíllyklarnir sem ég held á. Því ég kom víst á bíl á námskeiðið. Og hafði einmitt geymt húfuna og vettlingana í bílnum.

En eftir "oohhh"-ið þá var bara fínt að fá sér kvöldgöngu.

Engin ummæli: