8. júl. 2009

Strangers in the night

Undanfarið hef ég fengið nokkra innilega pósta frá einum fésbókarvini mínum. Hann hefur reyndar alltaf verið ósköp indæll við mig eins og Bretar eru, þeir nota mikið love og xxx sem tók mig smá tíma að venjast í fyrstu að fá frá fólki sem ég þekkti lítið. En semsagt, þessi vinur minn er tiltölulega nýskilinn og er þess vegna kannski bara flexing the flirt muscle við feisbúkk vinkonur sínar, sendi mér voða sæta afmæliskveðju um daginn og svo annan póst núna í dag, bara gaman að því. Hann skrifar mér alltaf eins og við séum aldavinir og hefur lýst því nákvæmlega þegar við kynntumst fyrst, segist alltaf muna eftir mér úr afmæli sem var haldið hjá sameiginlegum vini okkar á pöbb í Bretlandi. Sagðist meðal annars muna sérstaklega eftir því að að ég var með tösku sem var í laginu eins og fiskur.

Málið er það.... að ég man ekkert eftir þessum manni! Ég var reyndar í þessu afmæli sem hann talar um en man ekki eftir að hafa hitt hann og kannast mjög óljóst við hann af myndum af honum (er búin að skoða þær svo oft núna að það er ekkert að marka, ég er farin að kannast við hann af þeim!). Ekki man ég eftir að hafa hitt hann neins staðar annars staðar og mér sýnist við ekki geta hafa verið saman í skólanum miðað við upplýsingar á prófílnum hans. En ég þorði ekki að segja honum það á sínum tíma og samþykkti hann sem vin og ekki get ég sagt honum það núna, tveimur árum seinna! Fyrir utan það að ég á enga tösku sem er í laginu eins og fiskur! Ég á reyndar tösku sem er í laginu eins og köttur, hann gæti ef til vill hafi ruglast á því. Nema að hann hafi farið mannavillt frá byrjun og ég sé með þessum lygavef að hamla því að hann finni sína sönnu ást, fiskatöskustúlkuna...

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég myndi ekkert vera að segja honum neitt frá því...bara að njóta þess að fá facebook-flirt ;)

kv,
Hildur

Sólrún sagði...

Ég er farin að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað Eternal sunshine of the spotless mind í gangi, nú er hann að senda mér hvort ég muni eftir e-u sem ég er ekkert að tengja við... en jú jú kannski best að spila bara með :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha....já örugglega. Þú hefur valið að gleyma honum! :)

kv,
Hildur

Þóra Marteins sagði...

Ef hann er sætur þá er þetta bara gaman, ef hann er ekki sætur þá myndi ég bara smám saman hætta að svara :)

Annars er mjög góð leið til að losna út úr svona facebook flörti er að taka út single statusinn sinn. Það reynir enginn við mann á facebook í þónokkurn tíma á eftir ef hann fær 'Sólrún is no longer listed as single' tilkynningu :)

Nafnlaus sagði...

úff...ég mæli nú ekki með því og tel manninn kannski ekki þess virði að fá yfir sig fjöldan allan af spurningum frá vinum og ættingjum um nýjan maka! :)

Fyrir utan að hún Sólrún vill nú ekki vera "single" á Facebook þessa dagana ;)

kv,
Hildur

Kristján sagði...

Ég hef nú séð myndir af honum og hann er bara nokkuð sætur! Svo um að gera að flirta að vild :) Ef það verður svo eitthvað meira úr þessu og gaurinn vill fá að heimsækja fiskatöskustúlkuna þá er hún Hrönn okkar alveg rosalega myndarleg og gæti auðveldlega riggað upp einu stykki fiskatösku.

Nafnlaus sagði...

hhmm...ég er ekki sátt núna að vita ekki hvernig viðkomandi aðili lítur út. Ætla að fara að leita! ;)

Nafnlaus sagði...

persónulega sá ég bara einn sem mér fannst eitthvað sætur and I'll have him AND his baby!!

kv,
Hildur

Sólrún sagði...

Hildur nú er ég forvitin, af hverju vil ég ekki vera single á facebook? Hvar varstu annars að leita að honum, á feis? Ég læt hann ekki af hendi svo auðveldlega! Hann sést ekki vel á myndinni, hvern sást þú sem þú vilt eignast börn með? Þessi á reyndar hrúgu af börnum, mjög sætum. Veit reyndar ekki hvort hann uppfyllir kríteríuna um að búa á stað sem er beint flug til. Átta mig ekki á hvort hann búi á Bretlandi, í Frakklandi, Þýskalandi eða jafnvel Tékklandi. Mjög dularfullt allt saman. Er jafnvel farin að halda að ég þjáist af ofskynjunum sökum eraðdeyjalangarsvoísumarfrísyndrome.

Nafnlaus sagði...

hihi...jú, jú ég fór auðvitað og leitaði á fésinu. Man hreinlega ekki hvað hann heitir en hann stendur með lítið barn í fanginu. Ég leitaði auðvitað bara að erlendu nafni.

Þú kvartar yfir því þegar aðilar sem þú ert að spá í eru ekki listaðir sem single/í sambandi á facebook svo ekki gera það sjálf stelpa!

kv,
Hildur

eraðdeyjalangarsvoísumarfrísyndrome er auðvitað stórhættulegur sjúkdómur sem nauðsynlegt er að finna lyf við. Samfélagið fúnkerar hreinlega ekki þessa dagana

Sólrún sagði...

Ég er að vonast eftir kraftaverkalækningu á fimmtudaginn í næstu viku :) Held að sá sem þú hafir fundið sé Chris, guðdómlega fagur tískuljósmyndari með skoskan hreim (og auk þess maður vinkonu minnar :))

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er hann giftur!!!!


.... ;)