14. júl. 2009

Tvífarar #3

Þá er enn og aftur komið að tvíförum en mér finnst voða gaman að pæla í því hver sé líkur hverjum þótt ég sé reyndar alveg vonlaus í að spá í hvoru foreldrinu ungabörn líkjast. Þeir sem þekkja mig vita að ég er unglingur í hjarta og hef verið örugglega síðan áður en ég varð unglingur sjálf. Fylgist svona aðeins með nýjustu unglingaþáttum, myndum og stjörnum þótt ég horfi ekki á hvaða drasl sem er. Tvífarar dagsins eru einmitt tvær sætar snótir sem hafa skotist upp á stjörnuhimininn síðustu tvö ár eða svo fyrir leik sinn í bandarískum unglingaþáttum. Annars vegar er það Leighton Meester ( fædd '86) sem leikur í hinum vinsælu Gossip Girl þáttum sem ég reyndar hef sáralítið séð af. Hins vegar er það Minka Kelly sem leikur í hinum margverðlaunuðu Friday Night Lights sem SkjárEinn hefur sýnt, sá fyrstu seríuna af þeim. Hún er einmitt nákvæmlega jafngömul mér upp á dag sem ég er gífurlega ánægð með sökum fyrri yfirlýsinga um að deila ekki afmælisdegi með neinum Hollívúddstjörnum. Ég hélt lengi vel að þarna væri um eina og sömu leikkonuna að ræða og ég held að það lái mér það enginn. Leighton er til vinstri og Minka til hægri á myndunum fyrir neðan.




4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þær eru líkar á þessum myndum en annars hef ég aldrei tengt þær saman. Sú sem leikur í Gossip Girl er svo miklu "búttaðri"....svona eins mikið og hægt er að vera í Hollywood :)

kv,
Hildur

Sólrún sagði...

Nei svo sá ég mynd af þeim saman og finnst þær ekki svo líkar en ruglaðist þvílíkt á þeim á sínum tíma. Nú er getekkibeðiðeftiraðkomastísumarfrí-syndromið alveg að drepa mig svo get ekki bloggað neitt sniðugt í bili. Kem kannski með einhver uppfyllingarblogg, kanna hvað ég á á lager :)

Nafnlaus sagði...

Æ maður fyrirgefur nú bloggleysi þegar fólk er í sumarfríi ;)

kv,
Hildur

Aldís Rún sagði...

Hafðu það gott í sumarfríinu :)