9. júl. 2009

Í essinu mínu

Fyrir nokkru síðan lýsti ég því yfir í geðvonskukasti að ég myndi aldrei framar svo mikið sem líta á karlmann sem bæri starfstitil sem hæfist á S, það kynni ekki góðri lukku að stýra. Þarna var ég sérstaklega með í huga smiði, sölumenn, sálfræðinga, sagnfræðinga, söngvara og slökkviliðsmenn. Vinkona mín sem var viðstödd benti mér á að þetta væri varasöm yfirlýsing, þarna væri ég farin að útiloka ansi stóran hóp. Í þessum hópi eru nefnilega líka stærðfræðingar, sjómenn, skúringamenn, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og stjörnufræðingar (og væntanlega stórstjörnur þá líka!). Einnig má segja að undir þetta féllu sérfræðingar og sjálfstætt starfandi, það er hægt að fella ótrúlega mörg störf undir þá flokka. Svo fórum við að láta okkur detta í hug ýmis fleiri atvinnuheiti sem væru útilokuð með þessari reglu. Samúræjar, skorsteinssóparar, salernishreinsarar, sælgætisframleiðendur, samlokugerðarmenn, strandverðir, skógarhöggsmenn, salsakennarar og skúnkaveiðarar. Að lokum var svo komið að mér datt varla starfsheiti í hug sem byrjaði ekki á S. Nú veit ég, sagði ég meðan við gengum framhjá Lækjargötunni. Ég get deitað leigubílstjóra! Nei það gengur ekki, sagði vinkonan. Hann er sjálfrennireiðarstjóri...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha! Shit hvað ég hló að þessu síðasta :)

Vil þó athuga hvort að starfsheiti erlendra aðila falli inn í þetta? Stjörnufræðingur eru t.d. astronomer.

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Þarna kom Hildur með athyglisverðan vinkil! Þetta er orðið hið flóknasta mál. Annars hef ég verið skotin í skríbent, spilara, sjónlistamanni og... fornleifafræðingi (!) á undanförnum mánuðum.

Kveðja,
Magnea

Nafnlaus sagði...

ohh engir strandverðir!!

kv.Katrín

S-ólrún sagði...

Við getum alveg snúið út úr astronomers og kallað þá stargazers :) Fornleifafræðingurinn er Sérfræðingur. Nú eða skóflari, er hann ekki að skófla upp fornmunum? Og nei, engir strandverðir og engir sundlaugaverðir heldur! Punkturinn semsagt að öll starfsheiti geta byrjað á S... og það er örugglega líka hægt að breyta þeim öllum þannig að þau byrji ekki á S. Best að forðast allar svona reglur í framtíðinni og halda sig við þetta venjulega ekki giftur/samkynhneigður/emotional fuckwit :)

Nafnlaus sagði...

hahaha....og hvar finnum við þá?

kv,
Hildur