25. feb. 2009

Eniga meniga

Þar sem ég borga eiginlega allt með kortinu er kreditkortareikningurinn ágætis yfirlit yfir það sem ég hef gert í hverjum mánuði. Síðan ég var síðast í námi hef ég lært að taka þessum gluggapósti fagnandi þar sem það voru tvö ár (haust 2005-haust 2007) þar sem umræddur reikningur var afar dapur - næstum eingöngu bara færslur frá Björnsbakarí við Dunhaga (rétt hjá þar sem ófáum dögum/nóttum/helgum var eytt í lærdóm), okurbúllunni 10-11 og svo Bóksölu stúdenta. Nú reyni ég að fara yfir reikninginn með það í huga að gleðjast yfir því að ég hafi haft tíma og pening til að að fara kannski á kaffihús, í bíó eða gert eitthvað annað skemmtilegt.

Hef samt eitthvað aðeins misreiknað mig á kortatímabilum þar sem reikningurinn sem kom inn um lúguna í dag innihélt bæði árskortið í líkamsrækt (hef farið einu sinni só far en ég meina hey, það gildir til janúar 2010!) og þriggjamánaða strætókortið (rúmlega fimmtíu þúsund en ég get farið hvert sem leið liggur upp í Borgarnes og á Selfoss). Sá síðan í netbankanum að það er komið að fastri námslánaafborgun sem er núna komin upp í um hundraðþúsundkall. Á meðan ég dæsti yfir þessu beit ég í hart og braut upp úr tönn þannig að það er kominn tími á tannlæknaviðgerðir.

Ég ætla ekki að kvarta undan fjármálum enda mjög óviðeigandi miðað við hvað margir eru að ganga í gegnum. Það er hins vegar nokkuð ljóst að íbúðakaup á næstunni eru ólíkleg og að það er að slitna upp úr vinskapnum milli okkar Vísu skvísu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vísa skvísa er stórhættuleg.....

Hinsvegar ertu velkomin í kreppumat heim til mín anítæm svona á meðan þið eruð að ná sáttum aftur ;)

Nafnlaus sagði...

svo er auðvitað alltaf Master desaster vinurinn ef Vísa skvísa er eitthvað að klikka.

Sama hér með notkun á kreditkorti en ég get ekki sagt að ég fagni komu bréfanna eða lítið með glöðum augum yfir eyðsluna í hverjum mánuði :)

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Takk Þóra :) ég mun þiggja þetta boð! og já ég á víst að eiga eintak af Master disaster, lol, en hann er lítið notaður greyið og er ekki viss um að vináttan við hann verði gæfuríkari en við (sk)vísuna.