18. feb. 2009

Mínus og plús

Ég mæli ekki með
...að bera á sig brúnkukrem í flýti áður en maður fer að sofa. Ástæðan ætti að vera nokkuð augljós.
...að setja iPodinn á shuffle þegar þriðjungur laganna eru jólalög, amk ekki í öðrum mánuðum en desember.
...að fá svo margar bækur lánaðar á bókasafninu að þú kemst aldrei yfir að lesa þær og endar með því að borga sekt... (þetta kemur fyrir mig aftur... og aftur.... og aftur).

Ég mæli hins vegar með
...að frysta vínber, fáránlega gott á bragðið miðað við hollustu. Líka að skera appelsínur í tvennt og frysta og skafa síðan innan úr þeim með skeið. Uppáhaldseftirrétturinn minn einu sinni.
...að fara í geitamjólkurfreyðiböð. Ekki bókstaflega auðvitað, þetta er geitaþurrmjólk blandað saman við sápu í brúsa. En afar unaðslegt.
...að byrja að blogga aftur eftir hlé! Tjáningarþörfin lætur kræla á sér aftur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég vil sjá hvernig maður lítur út eftir að hafa borið á sig brúnkukrem í miklum flýti áður en maður fer að sofa ;)

Nafnlaus sagði...

Eins og fegursta randafluga :)
Nei nei vaknaði bara svona smá flekkótt, meira eins og ég sé skítug í framan heldur en brún...