Eftir pastaát á Ítalíu með skemmtilegu fólki var tómstundagaman kvöldsins að finna eins margar hljómsveitir/tónlistarmenn og hægt var út úr
þessari mynd. Það eiga víst að vera yfir sjötíu en ég kemst hvergi nálægt þeirri tölu. En þetta er samt ótrúlega skemmtilegt :)
25 ummæli:
Saman hljótum við að leysa þetta! Led Zeppelin, B52s, Gorillas, Eagles, Black Flag, U2, Rolling Stones, Beach Boys, Alice in Chains, Blur, Scissor Sisters, Nine Inch Nails, 50 cent, Guns and Roses, Faces/Small Faces, Smashing Pumpkins, Serpent, Queen, Hole, Prince?, Radiohead, ?
já ýkt sniðugt! Djöfull er maður samt heiladauður! En sá a.m.k. líka Pixies, Cars og Garbage
black crowes, spoon, sign (samt örugglega ekki ætlunin að hafa þá sveit með) sé ég núna (djöfull er ég fúll að hafa ekki spottað Pixies!) en svo held ég að þetta sé bara komið hjá mér. Hvaða sveit er 20 skrifað með kexi, gullfiskur, póstmaður, gulur maður við vegg og þrjár stelpur að leiðast hlaupandi yfir götuna? Ég verð að fá svör!
Þarna er líka Police, Sex pistols,Fish, Kiss, Madonna,Cowbay junkies, White zombie, Dinosaur jr., Red hot chilli peppers, Ratt og Dead kennedys
20 er Matchbox Twenty, svo sé ég Blind Melon, Green Day, Red Hot Chili Peppers, spurning með Korn. Er einmitt að bilast á sumum táknunum sem eiga klárlega að standa fyrir eitthvað. Búið að segja mér frá Dead Kennedys (myndirnar hjá búðarglugganum, algjör snilld) og White Zombie, Madonna er þarna í glugganum líka. Svo eru það Queen og Prince og þar sem drottningin er með byssur sem líkjast titrurum hljóta það að vera Sex Pistols (fattaði það samt ekki sjálf). Er slangan ekki White Snake frekar en Serpent?
Dem Unnar ég ætlaði að þykjast hafa fattað upp á öllu sem þú sagðir mér frá ;) skrifaðir komment á sama tíma og ég.
Öss, ég var svo upptekin að skoða myndina að ég fattaði ekkert að skrifa comment um það sem ég sá. Sýnist flest vera komið nema kannski The Jets. Er búin að setja fleiri í málið :-)
Seal, Iron maiden, er húsið Deep purple?
Lemonheads. Vá hvað ég er ekkert að vinna, ligg bara yfir þessu.
Lemonheads! TAKKKKK! Er búin að þjást af einbeitingarskorti yfir þessum sítrónum!!
Blodie upp á svölunum
Hahaha, það er ýmislegt þarna að trufla mig ennþá og ég er samt frekar léleg í svona. En ég taldi allt sem er komið hérna og þetta eru 48 stykki. Það er nú ekki slæmt.
Bush
Manic Street Preachers
Pavement. Best að taka bara svona eitt í einu ;-) Er að hugsa um að leggja þetta fyrir nemendur.
Hvaða nammi er aftur í gulum poka og allskonar á litin? (Þetta í gulupokanum er eins og allir vita með hnetum)
The Acrobats. Spurning um að vinna smá.
Eminem
10.000 maniacs?
http://www.youtube.com/watch?v=tUjIl4_DYiU Það er víst tónlistarmaður sem kallar sig Yellowman
Getur guli karlinn ekki verið Yello?
Svo er til Screaming Trees, veit ekki hvort hægt er að tengja það við þetta tré þarna fjærst á myndinni
Þessir á þakinu virðast nokkuð nýjir. Eru það New kids on the block? ;)
Crowded House með hjálp frá youtube :P
White Stripes á gangstéttinni. Veggjakrot með B og GG =BeeGees. Hálsmenið gæti verið Jewel en þá er maður kannski aðeins farinn að oftúlka. Hjá ávaxtastandinum eru síðan pokar af því sem mér skilst að séu Cranberries. Er orðin frústreruð og farin að svindla pínu... fann komment á öðru bloggi um þessa sömu mynd og þá segjast nokkrir sjá Pet Shop Boys en ég get nú ekki séð þá neins staðar.
Skrifa ummæli