20. feb. 2009

Gullnu skærin

Pöbb kvissið með vinnunni skemmtilegt að vanda og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Til dæmis veit ég nú sem ég vissi ekki í gær að ÍBK urðu síðast meistarar í knattspyrnu karla árið 1973 og að Nýsjálendingar eru heimsmeistarar í sauðfjárrúningi (þeir unnu víst Gullskærin á heimsmeistaramótinu í Noregi nú i október síðastliðnum). Átti síðan gott spjall við pabba á meðan við fengum okkur að borða á Salatbarnum. Ein af merkilegri uppgötvun fullorðinsáranna hefur verið að komast að því að foreldrar mínir eru líka skemmtilegt fólk. Fleiri merkilegar uppgötvanir síðustu 15 árin eru að kaffi er ekki vont, Rás tvö er ekki leiðinleg og að það er allt í lagi að horfa á fréttir og lesa annað en myndasögurnar í dagblöðunum. Já og að mamma hefur ótrúlega oft rétt fyrir sér. Úff hvað ég held að dagbókarritarinn forðum daga hefði orðið hissa á mér að segja þetta :)

Ætla að fara að lesa og sofa, virðist ekki geta farið að sofa fyrir klukkan eitt nema helst á föstudagskvöldum. Verð svo eldhress á morgun (humm, vona það að minnsta kosti) því það er svo margt sem mig langar að gera.
Óver and out.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já um að gera að safna kröftum fyrir morgundaginn! :)

kv,
Hildur R.

Anna Pála sagði...

Já mamma mín hefur líka næstum alltaf rétt fyrir sér, og rosalega er það stundum pirrandi!!! Gott kaffi er líka algjör nautn og himnasending mmmm þakka oft á dag fyrir það að koffín sé til.

Og gaman að þú sért byrjuð aftur að blogga :-)