Ég er búin að sjá að stutt blogg eru alveg málið. Mér liggur bara alltaf svo mikið á hjarta að þetta endar í allt eða ekkert. Ég er til dæmis búin að vera að skrifa áramótaannál síðan í desember sem er orðinn að ævisöguágripi sem á ekkert heima á bloggi. Fínt ár samt, þetta 2008. Mun betra en 2007. Er búin að fatta hvað það er gott að hafa myndavélar með, þótt myndirnar séu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Finnst gaman að renna yfir árið í myndum. Fór í fullt af matarboðum og partýum og ferðalögum og alls konar skemmtilegheit sem ég var búin að gleyma. En já, stutt blogg var það ekki. Óver and out.
2 ummæli:
Velkomin aftur!
Ég er algjörlega ófær um að skrifa almennilega stutt blogg, ætla alltaf að skrifa bara smá og svo kemur alltaf bara miklu meira :-)
..hei og verð svo að bæta við að þú verður eiginlega að senda einhverjum fjölskyldumeðlimi eða vinkonu þetta langa ársblogg þitt fyrst þú varst á annað borð að þessu, til að aðrir geti skemmt sér við lesturinn, svo notarðu það bara í ævisöguna eftir 40 ár :-)
Skrifa ummæli