7. maí 2006

Ég fór til Rómar og tíndi orm

Þá er maður í miðjum prófum. Fyrstu prófin síðan vorið 2001. Engin próf, "bara" verkefni í mastersnáminu og svo líka núna um jólin. Ég er þess vegna komin úr æfingu við að leggja atriði á minnið og læra utanað. Er að reyna að notfæra mér alls konar minnistækni, semja lög, rappa textann, búa til skammstafanir, myndlíkingar og svo framvegis um það sem ég þarf að læra. Ég fann til dæmis út úr því áðan að ég gat raðað fyrstu stöfunum í nokkrum punktum sem ég þarf að læra í orðin RÓM og ORM. Þannig að ég er búin að sjá fyrir mér að ég hafi farið til Rómar og tína orm. Minnistæknisérfræðingar segja að það sé gott ef ímyndirnar sem maður býr sér til eru skrýtnar og eftirminnilegar. Hingað til hef ég hins vegar munað ímyndirnar betur en það sem þær standa fyrir. Er viss um að í prófinu á þriðjudaginn á ég eftir að muna vel eftir ormatínsluferðinni til Rómar en hafa ekki hugmynd um hvað liggur að baki. Ó vell...

Engin ummæli: